Þynntu út aðra hluthafa - fréttaskýring 26. september 2012 10:00 Snúningur Eftir að Arion banki reyndi að leysa til sín hlut bræðranna Lýðs og Ágústar í Existu reyndu þeir að þynna út aðra hluthafa til að halda völdum í félaginu.fréttablaðið/gva Hvað er talið að Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson hafi gert? Ákæra á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrum aðaleiganda Existu, og Bjarnfreði Ólafssyni, eins eigenda Logos, snýst um snúning sem ráðist var í til að tryggja yfirráð yfir félaginu. Með honum ætluðu fyrrum aðaleigendur Existu, Lýður og bróðir hans Ágúst, að þynna út aðra hluthafa með því að borga tvo aura fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Þetta telur sérstakur saksóknari varða við lög og geti varðað tveggja ára fangelsi. Exista var skráð á hlutabréfamarkað fram að hluthafafundi sem haldinn var 30. október 2008. Samtals áttu aðrir aðilar en bræðurnir Lýður og Ágúst tæplega 55 prósenta hlut í Existu á þessum tíma. Kaupþing, sem var stærsta eign félagsins, var líka stærsti lánveitandi Bakkabraedur Holding B.V., hollensks félags sem hélt utan um eign bræðranna í Existu. Í ákærunni yfir Lýði og Bjarnfreði segir að „miðvikudaginn 3. desember 2008 sendi Nýi Kaupþing banki hf. [síðar Arion banki] félaginu og ákærða Lýði tölvupóst þar sem farið var fram á greiðslu inn á lán bankans til félagsins og/eða að settar yrðu frekari tryggingar. Skyldi það gert eigi síðar en 8. desember. Að öðrum kosti myndi bankinn leysa til sín hlutabréf í Exista hf., sem félagið […] hafði sett bankanum að veði". Ljóst var að bræðrunum hugnaðist illa að missa tökin á Existu. Í stað þess að afhenda eignarhlut sinn, sem var rúmlega 45 prósent, til réttmætra kröfuhafa var ráðist í 50 milljarða króna hlutafjáraukningu sem annað félag þeirra, BBR ehf., skráði sig að fullu fyrir. Eftir hana átti nýja félagið 77,91 prósent í Existu. Hluturinn sem Arion banki átti veð í var þynntur úr 45 prósentum í 10,4 prósent. Eign allra annarra eigenda rýrnaði með sama hætti. Ekkert hefði verið hægt að gera við þessu ef bræðurnir hefðu raunverulega greitt 50 milljarða króna fyrir nýja hlutaféð. Það gerðu þeir hins vegar ekki. Þvert á móti var Bjarnfreður, lögmaður þeirra, fenginn til að skila inn tilkynningu um að einn milljarður króna hefði verið greiddur fyrir hið nýja hlutafé, eða tvö prósent af nafnvirði þess. Klárt er að það samrýmist ekki lögum um hlutafélög þar sem stendur að „greiðsla hluta má ekki nema minna virði en nafnvirði hans". Í ákærunni kemur reyndar fram að milljarðurinn hafi í raun aldrei verið greiddur. Hann „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[…]Féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos þar sem innstæðan lá óhreyfð fram á sumarið 2009. Þessi milljarður króna rann því aldrei inn í rekstur Exista hf.". Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, sjö mánuðum eftir að hún var tilkynnt. Henni hafði þá borist ábending um málið. Í úrskurði Fyrirtækjaskráar kom fram að stofnunin teldi að gengið hefði verið út fyrir ystu mörk í formi og framsetningu við að fá aukninguna skráða. Formleg og efnisleg framsetning tilkynningarinnar hafi „á allan hátt vikið verulega frá því sem lög og venjur standa til[…]það ber einnig að undirstrika að umrædd tilkynning berst frá einni af stærri lögmannsstofum landsins [Logos] og með fylgir skýrsla endurskoðanda stórrar endurskoðandaskrifstofu [Deloitte], sem hefur allt yfirbragð vandaðrar sérfræðiskýrslu. Hugsanlega stafar tiltrú starfsmanna Fyrirtækjaskrár af þeirri ástæðu að fagaðilar á borð við þá sem hér eiga í hlut fari ætíð að réttum reglum". thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hvað er talið að Lýður Guðmundsson og Bjarnfreður Ólafsson hafi gert? Ákæra á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrum aðaleiganda Existu, og Bjarnfreði Ólafssyni, eins eigenda Logos, snýst um snúning sem ráðist var í til að tryggja yfirráð yfir félaginu. Með honum ætluðu fyrrum aðaleigendur Existu, Lýður og bróðir hans Ágúst, að þynna út aðra hluthafa með því að borga tvo aura fyrir hverja nafnvirðiskrónu. Þetta telur sérstakur saksóknari varða við lög og geti varðað tveggja ára fangelsi. Exista var skráð á hlutabréfamarkað fram að hluthafafundi sem haldinn var 30. október 2008. Samtals áttu aðrir aðilar en bræðurnir Lýður og Ágúst tæplega 55 prósenta hlut í Existu á þessum tíma. Kaupþing, sem var stærsta eign félagsins, var líka stærsti lánveitandi Bakkabraedur Holding B.V., hollensks félags sem hélt utan um eign bræðranna í Existu. Í ákærunni yfir Lýði og Bjarnfreði segir að „miðvikudaginn 3. desember 2008 sendi Nýi Kaupþing banki hf. [síðar Arion banki] félaginu og ákærða Lýði tölvupóst þar sem farið var fram á greiðslu inn á lán bankans til félagsins og/eða að settar yrðu frekari tryggingar. Skyldi það gert eigi síðar en 8. desember. Að öðrum kosti myndi bankinn leysa til sín hlutabréf í Exista hf., sem félagið […] hafði sett bankanum að veði". Ljóst var að bræðrunum hugnaðist illa að missa tökin á Existu. Í stað þess að afhenda eignarhlut sinn, sem var rúmlega 45 prósent, til réttmætra kröfuhafa var ráðist í 50 milljarða króna hlutafjáraukningu sem annað félag þeirra, BBR ehf., skráði sig að fullu fyrir. Eftir hana átti nýja félagið 77,91 prósent í Existu. Hluturinn sem Arion banki átti veð í var þynntur úr 45 prósentum í 10,4 prósent. Eign allra annarra eigenda rýrnaði með sama hætti. Ekkert hefði verið hægt að gera við þessu ef bræðurnir hefðu raunverulega greitt 50 milljarða króna fyrir nýja hlutaféð. Það gerðu þeir hins vegar ekki. Þvert á móti var Bjarnfreður, lögmaður þeirra, fenginn til að skila inn tilkynningu um að einn milljarður króna hefði verið greiddur fyrir hið nýja hlutafé, eða tvö prósent af nafnvirði þess. Klárt er að það samrýmist ekki lögum um hlutafélög þar sem stendur að „greiðsla hluta má ekki nema minna virði en nafnvirði hans". Í ákærunni kemur reyndar fram að milljarðurinn hafi í raun aldrei verið greiddur. Hann „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[…]Féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos þar sem innstæðan lá óhreyfð fram á sumarið 2009. Þessi milljarður króna rann því aldrei inn í rekstur Exista hf.". Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, sjö mánuðum eftir að hún var tilkynnt. Henni hafði þá borist ábending um málið. Í úrskurði Fyrirtækjaskráar kom fram að stofnunin teldi að gengið hefði verið út fyrir ystu mörk í formi og framsetningu við að fá aukninguna skráða. Formleg og efnisleg framsetning tilkynningarinnar hafi „á allan hátt vikið verulega frá því sem lög og venjur standa til[…]það ber einnig að undirstrika að umrædd tilkynning berst frá einni af stærri lögmannsstofum landsins [Logos] og með fylgir skýrsla endurskoðanda stórrar endurskoðandaskrifstofu [Deloitte], sem hefur allt yfirbragð vandaðrar sérfræðiskýrslu. Hugsanlega stafar tiltrú starfsmanna Fyrirtækjaskrár af þeirri ástæðu að fagaðilar á borð við þá sem hér eiga í hlut fari ætíð að réttum reglum". thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira