Ísland er land þitt. Ef þú kýst Stefán Jón Hafstein skrifar 16. október 2012 06:00 Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til „óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var „óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.Hentirök gegn stjórnarskránni Valinkunnir menn stóðu vörð með skýra stjórnarskrá Malaví að vopni. Á Íslandi höfum við sem betur fer ekki lifað tilraunir til valdaráns. En við höfum séð nokkrar tilraunir til að vega að stjórnarskránni, rangtúlka hana í hagsmunaskyni og stunda „valdaskilgreiningu“ utan við lög og rétt. Þegar fjölmiðlalögin alræmdu voru í undirbúningi 2004 staðhæfðu óbilgjarnir menn að forseti hefði ekki synjunarvald, sem stjórnarskráin kveður á um, af því að ákvæðið hefði aldrei verið notað. Pólitískum ragnarökum var hótað, með óbærilegu „óvissuástandi“. Sagan hefur dæmt þá menn. Þeim tókst samt að brjóta gegn stjórnarskránni með því að ógilda þau lög sem forseti vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu og hafa þannig af þjóðinni stjórnarskrárvarinn rétt til að greiða atkvæði um þau. Engin valdastofnun reis þá upp stjórnarskránni til varnar. Enn var hentirökum beitt þegar ábyrgð ráðherra vegna Hrunsins var á dagskrá. Í stjórnarskrá segir: „Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.“ Menn sem vilja láta taka sig alvarlega héldu fram að stjórnarskráin gilti ekki hvað þetta varðar. Væri úrelt. Annað kom á daginn. Svo einkennilegt sem það er berjast nú sömu hjarðmenn hentistefnunnar gegn breytingum á stjórnarskránni sem samþykkt var til bráðabirgða 1944 og kalla „atlögu að stjórnskipan“. Þeirri sömu stjórnskipan og þeir hafa oft véfengt sjálfir. Stjórnarskráin þarf að vera skýrari og taka verður af mörg tvímæli, hún má ekki vera fórnarlamb hentiraka eins og við þekkjum úr samtíma.Setjum valdi skorður Sú tillaga að breytingum sem stjórnlagaráð samþykkti er stórmerkilegt plagg og mun færa marga hluti til betri vegar. Sérstaklega ber að fagna ákvæði þess efnis að almenningi sé fær leið til að setja valdi skorður, krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem aflaga fer hjá Alþingi og ríkisstjórn. Ákvæði um rétt til upplýsinga er mikilvægt. Skýrari ákvæði um hlutverk forseta. Gleggri aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Þjóðaratkvæðagreiðslan þar sem almenningi gefst kostur á að segja álit sitt á grundvallaratriðum málsins er fagnaðarefni. Allir eiga erindi á kjörstað. Þó ekki væri nema til að segja já við þessari spurningu: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Ísland er land þitt. Ef þú kýst.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar