Grafa goshús upp og byggja hvolfþak yfir 20. október 2012 08:00 Kraftur er nú í uppgreftri húss Gerðar G. Sigurðardóttur og Guðna Ólafssonar heitins. Til þess er tekið hversu heilleg málningin er á húsinu. Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Gerður G. Sigurðardóttir varð öskuill þegar eldgos gleypti nýja húsið hennar í Vestmannaeyjum fyrir 39 árum. Nú er verið að grafa húsið upp. Það verður miðpunktur gosminjasafns. Forréttindi að sjá jörðina opnast, segir Gerður. „Þetta hvílir á mér,“ segir Gerður G. Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum. Verið er að grafa upp íbúðarhús Gerðar sem hvarf undir fimmtán metra lag af vikri í Vestmannaeyjagosinu aðfaranótt 23. janúar 1973. Byggja á skála yfir hús Gerðar sem vera á miðpunktur í gosminjasafninu Eldheimum. Allt á að vera tilbúið fyrir fjörutíu ára goslokahátíð á næsta ári. Gerður segir eiginmann sinn, Guðna Ólafsson heitinn, hafa lagt mikla áherslu á að hús þeirra á Gerðisbraut 10 yrði vel byggt og ekkert til þess sparað. Um einu og hálfu ári fyrir gos hafi húsið verið komið í toppstand. Örlaganóttina miklu voru synir þeirra, sjö og fimm ára og sá þriðji í vöggu, sofnaðir þegar hún sá mikla birtu í austurglugga. „Þegar ég dró frá var komin þessi feikna eldsúla. Ég kallaði í manninn minn og það voru forréttindi hjá okkur að fá að sjá jörðina opnast eins og rennilás aðeins fjögur hundruð metra frá okkur og steina og torf flygsast og þjóta upp í loftið,“ lýsir Gerður því sem blasti við þeim hjónum. „Vá, er komið aftur gamlárskvöld,“ lagði fimm ára sonur þeirra til málanna þegar flótti var undirbúinn í skyndingu. „Við vorum bara búin að búa í húsinu tipp-topp í eitt ár og hálft ár. Þó ég hafi verið ofsalega hrædd þá hafði reiðin vinninginn,“ segir Gerður um það tilfinningaflóð sem fór um hana er fjölskyldan neyddist til að flýja heimilið. „Þegar ég opnaði útidyrnar og sá eldinn og súlurnar upp í loftið þá hugsaði ég með mér; „Nú hljótum við að deyja þarna á tröppunum.“ Það er kraftaverk að enginn skyldi farast,“ segir Gerður. Uppgröfturinn hefur nú staðið með hléum í nokkur ár. Sumarið 2010 stakk Gerður sér inn um þvottahúsgluggann á húsinu með einum sona sinna og dóttur. „Manni varð um að sjá heimili sitt yfirgefið eftir allan þennan tíma. Ég saknaði þess að hafa ekki manninn með. Það vantaði hann,“ segir hún en kveðst sátt við að hafa leyft uppgröftinn. „Nú er ég mjög ánægð vegna þess að ég hafði rétt fyrir mér; húsið mitt stendur.“gar@frettabladid.is
Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Söfn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira