Við ætlum ekki að leggjast í vörn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2012 08:00 Fanndís Friðriksdóttir leikur listir sínar á æfingu landsliðsins í Egilshöll í vikunni. Rakel Hönnudóttir er henni við hlið, við öllu búin. Mynd/Anton Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira
Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Sjá meira