Rúmur helmingur í iðnað og stóriðju 25. október 2012 05:00 Evrur Þegar fjárfestar koma með evrur til landsins í gegnum fjárfestingaleiðina þá fá þeir rúmlega 20 prósenta afslátt af þeim krónum sem keyptar eru fyrir evrurnar. Rúmur helmingur þeirrar fjárfestingar sem ratað hefur inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands hefur farið í fjárfestingar í iðnaði, hátækniiðnaði, stóriðju og matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum. Alls hafa fjárfestar komið með 295 milljónir evra, um 59 milljarða króna, inn í landið í gegnum leiðina. Fjárfestingarnar nema 3,6 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2011. Um 56 prósent upphæðarinnar hafa farið í að kaupa hlutabréf, 30 prósent í skuldabréf, 13 prósent í fasteignir og um eitt prósent í kaup í verðbréfasjóðum. Þegar fjárfestingum er skipt niður á geira kemur í ljós að 18 prósent hennar hafa ratað í iðnað, 14 prósent í hátækniiðnað, tíu prósent í stóriðju og tíu prósent í matvælaiðnað. Samtals hefur um 31 milljarður króna ratað í þessa fjóra geira. Fjárfestingaleiðin, sem á að flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta, virkar þannig að ef fjárfestar skuldbinda sig til að koma með helming þeirrar upphæðar í evrum sem þeir vilja flytja inn landið og skipta henni á því gengi sem er boði hjá viðskiptabönkum hverju sinni, og eru tilbúnir til að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár, fá þeir afslátt af hinum helmingi fjárfestingarinnar. Fyrsta útboðið samkvæmt fjárfestingaleiðinni fór fram um miðjan febrúar síðastliðinn en þau hafa alls verið sex talsins. Alls hefur 231 tilboði fjárfesta verið tekið í gegnum þessa leið. Samtals hafa þeir aðilar sem hafa komið með fé inn í landið með þessum hætti fengið rúmlega tuttugu prósenta afslátt af þeim eignum sem þeir hafa keypt fyrir féð. Ef sá afsláttur sem fjárfestingaleiðin felur í sér væri ekki til staðar hefðu þeir fjárfestar sem hafa komið inn í gegnum leiðina fengið um 46,2 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Það er um þrettán milljörðum króna minna en þeir hafa í raun fengið.- þsj Fréttir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira
Rúmur helmingur þeirrar fjárfestingar sem ratað hefur inn í landið á grundvelli fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands hefur farið í fjárfestingar í iðnaði, hátækniiðnaði, stóriðju og matvælaiðnaði. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum. Alls hafa fjárfestar komið með 295 milljónir evra, um 59 milljarða króna, inn í landið í gegnum leiðina. Fjárfestingarnar nema 3,6 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2011. Um 56 prósent upphæðarinnar hafa farið í að kaupa hlutabréf, 30 prósent í skuldabréf, 13 prósent í fasteignir og um eitt prósent í kaup í verðbréfasjóðum. Þegar fjárfestingum er skipt niður á geira kemur í ljós að 18 prósent hennar hafa ratað í iðnað, 14 prósent í hátækniiðnað, tíu prósent í stóriðju og tíu prósent í matvælaiðnað. Samtals hefur um 31 milljarður króna ratað í þessa fjóra geira. Fjárfestingaleiðin, sem á að flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta, virkar þannig að ef fjárfestar skuldbinda sig til að koma með helming þeirrar upphæðar í evrum sem þeir vilja flytja inn landið og skipta henni á því gengi sem er boði hjá viðskiptabönkum hverju sinni, og eru tilbúnir til að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár, fá þeir afslátt af hinum helmingi fjárfestingarinnar. Fyrsta útboðið samkvæmt fjárfestingaleiðinni fór fram um miðjan febrúar síðastliðinn en þau hafa alls verið sex talsins. Alls hefur 231 tilboði fjárfesta verið tekið í gegnum þessa leið. Samtals hafa þeir aðilar sem hafa komið með fé inn í landið með þessum hætti fengið rúmlega tuttugu prósenta afslátt af þeim eignum sem þeir hafa keypt fyrir féð. Ef sá afsláttur sem fjárfestingaleiðin felur í sér væri ekki til staðar hefðu þeir fjárfestar sem hafa komið inn í gegnum leiðina fengið um 46,2 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Markaðarins. Það er um þrettán milljörðum króna minna en þeir hafa í raun fengið.- þsj
Fréttir Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Sjá meira