Ný leið í skuldavanda 27. október 2012 06:00 Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor. Margt gott hefur verið unnið við að létta skuldavanda heimilanna eftir hrun, en þrátt fyrir það er vandinn enn útbreiddur, einkum hjá þeim sem hafa verðtryggð lán frá ákveðnu tímabili fyrir hrun – og margt það fólk myndar eðli málsins samkvæmt uppistöðuna í kynslóð sem nú er á milli þrítugs og fertugs. Við hljótum í sameiningu að leita allra leiða til að létta skuldavandann eftir þær einstæðu hörmungar sem ég leyfði mér í greinargerð með þingmálinu að kalla „mesta áfall Íslandssögunnar af mannavöldum síðan á Sturlungaöld". Hugmyndin er sú að með þessu gefist skuldugu fólki nánast kostur á að taka lán hjá sjálfu sér. Menn fengju fé núna til skuldagreiðslna gegn því að missa hluta lífeyrisréttar síðar á ævinni. Hér er þess vegna ekki verið að búa til peninga úr engu, sem er því miður raunin um ýmsar rakettur í þessum efnum síðustu misserin, eða þá að afskrifa skuldir þannig að þær borgi einhver annar en skuldarinn. Við þetta kynni skuldabyrðin að léttast verulega hjá ýmsum hópum þar sem höfuðstóll skuldanna minnkaði mánaðarlega sem nemur 12% af launatekjum mínus skattur. En nákvæma útreikninga vantar vissulega, til þess er könnunin. Gert er ráð fyrir að takmarka heimild af þessu tagi við allerfiða skuldastöðu, og reikna með að greiðslan bætist við fastagreiðslur af lánunum, sem ættu fljótlega að léttast af þessum sökum. Það er rétt að taka rækilega fram að ég styð grundvallarþætti í lífeyrissjóðakerfinu og tel – hvað sem líður göllum þess og skavönkum – að samningarnir um það árið 1969 hafi verið happaverk. Lífeyrissjóðaskipan okkar er eitt af jákvæðustu einkennum samfélagsgerðarinnar, annars vegar út af samtryggingarprinsippinu – að menn borgi saman í sjóð og sá njóti sem mest þarf á að halda, og svo vegna sjóðsöfnunarinnar umfram gegnumstreymiskerfið sem viðgengst víða í grannlöndunum og veldur nú miklum vandræðum við breytta aldurssamsetningu þjóðanna. Hér er því ekki verið að leggja til neins konar grundvallarbreytingar á kerfinu heldur tímabundið bjargráð til að leysa úr miklum og óvæntum vanda – sem við verðum að horfast í augu við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í ályktunartillögu sem ég hef lagt fram á Alþingi er skotið á loft þeirri hugmynd að fólki í vanda vegna húsnæðisskulda gefist kostur á að gera hlé á greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóð í fimm ár en greiði þess í stað inn á höfuðstól húsnæðisskulda. Að tillögunni samþykktri yrðu kannaðir kostir og gallar við þetta fyrir skuldugar fjölskyldur, lífeyrissjóði, ríkissjóð og aðrar fjármálastofnanir. Því á að vera lokið fyrir 1. mars í vor. Margt gott hefur verið unnið við að létta skuldavanda heimilanna eftir hrun, en þrátt fyrir það er vandinn enn útbreiddur, einkum hjá þeim sem hafa verðtryggð lán frá ákveðnu tímabili fyrir hrun – og margt það fólk myndar eðli málsins samkvæmt uppistöðuna í kynslóð sem nú er á milli þrítugs og fertugs. Við hljótum í sameiningu að leita allra leiða til að létta skuldavandann eftir þær einstæðu hörmungar sem ég leyfði mér í greinargerð með þingmálinu að kalla „mesta áfall Íslandssögunnar af mannavöldum síðan á Sturlungaöld". Hugmyndin er sú að með þessu gefist skuldugu fólki nánast kostur á að taka lán hjá sjálfu sér. Menn fengju fé núna til skuldagreiðslna gegn því að missa hluta lífeyrisréttar síðar á ævinni. Hér er þess vegna ekki verið að búa til peninga úr engu, sem er því miður raunin um ýmsar rakettur í þessum efnum síðustu misserin, eða þá að afskrifa skuldir þannig að þær borgi einhver annar en skuldarinn. Við þetta kynni skuldabyrðin að léttast verulega hjá ýmsum hópum þar sem höfuðstóll skuldanna minnkaði mánaðarlega sem nemur 12% af launatekjum mínus skattur. En nákvæma útreikninga vantar vissulega, til þess er könnunin. Gert er ráð fyrir að takmarka heimild af þessu tagi við allerfiða skuldastöðu, og reikna með að greiðslan bætist við fastagreiðslur af lánunum, sem ættu fljótlega að léttast af þessum sökum. Það er rétt að taka rækilega fram að ég styð grundvallarþætti í lífeyrissjóðakerfinu og tel – hvað sem líður göllum þess og skavönkum – að samningarnir um það árið 1969 hafi verið happaverk. Lífeyrissjóðaskipan okkar er eitt af jákvæðustu einkennum samfélagsgerðarinnar, annars vegar út af samtryggingarprinsippinu – að menn borgi saman í sjóð og sá njóti sem mest þarf á að halda, og svo vegna sjóðsöfnunarinnar umfram gegnumstreymiskerfið sem viðgengst víða í grannlöndunum og veldur nú miklum vandræðum við breytta aldurssamsetningu þjóðanna. Hér er því ekki verið að leggja til neins konar grundvallarbreytingar á kerfinu heldur tímabundið bjargráð til að leysa úr miklum og óvæntum vanda – sem við verðum að horfast í augu við.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar