Menning

Hrollvekjur í gamni og alvöru

TRS skrifar
Drakúla sjálfur hefur tekið sig til og opnað fimm stjörnu hótel í teiknimyndinni Hotel Transylvania. Hótelið er hinn besti hvíldarstaður fyrir skrímsli og fjölskyldur þeirra þar sem ekkert mannfólk er að angra þau.

Öll frægustu skrímsli heims eru saman komin á Hotel Transylvania eina helgina til að halda upp á 118 ára afmæli dóttur Drakúla, Mavis. Drakúla er mikið í mun að þjónusta þessa merkilegu gesti sína af fremsta megni en þegar ungur drengur villist inn á hótelið einmitt þessa helgi er voðinn vís.

Ekki skánar það svo þegar drengurinn rennir hýru auga til afmælisbarnsins sjálfs. Það er hópur stjarna sem ljáir persónum myndarinnar rödd sína og má þar meðal annars nefna Adam Sandler, Selenu Gomez, Kevin James, Andy Samberg og Steve Buscemi.

Hrollvekjan House at the End of the Street er einnig frumsýnd um helgina. Myndin segir frá Ryan, ungum strák sem missti foreldra sína þegar systir hans myrti þá. Sjálfur komst hann undan. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, eins og Elissa kemst að þegar hún flytur í næsta hús. Vegna misskilnings var sagt frá því í síðustu viku að House at the End of the Street yrði frumsýnd þá um helgina og leiðréttist það hér með.

Hægt er að sjá sýnishorn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×