Snúum vörn í sókn Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið erfið í opinberum rekstri þar sem nánast allir geirar hins opinbera hafa tekið á sig niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins. Framhaldsskólarnir hafa ekki verið undanskildir en þar voru miklar væntingar um aukið fjármagn eftir að ný framhaldsskólalög gengu í gildi árið 2008. Þeir fjármunir skiluðu sér ekki heldur þurftu skólarnir að skera niður. Ofan á það bættist að framhaldsskólarnir hafa tekið við fleiri nemendum en nokkru sinni fyrr undir merkjum átaksins Nám er vinnandi vegur þar sem atvinnuleitendum hefur verið boðið nám við hæfi. Þetta átak hefur þegar skilað markverðum árangri og leiðir okkur vonandi nær því markmiði að hlutfall þeirra sem hafa lokið námi í framhaldsskóla hækki og brottfall minnki. Nú þegar við nálgumst jöfnuð í ríkisfjármálum eftir átak síðustu ára verður mögulegt að snúa vörn í sókn. Það á ekki síst við um menntakerfið sem þarf að byggja hægt og bítandi upp að nýju. Þess sér þegar stað í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gert er ráð fyrir aukafjárveitingu til framhaldsskóla og enn fremur er gert ráð fyrir viðbótarfjármagni til framhaldsskóla fyrir aðra umræðu fjárlagafrumvarps. Ég vona að þetta sýni að nú liggi leiðin upp á við. Allir hljóta að vera þakklátir framhaldsskólunum sem eins og önnur skólastig hafa staðið það mikla álagspróf sem undanfarin ár hafa verið. Á sama tíma og skorið hefur verið niður og nemendum fjölgað hefur líka verið unnin mikil þróunarvinna innan skólanna sem snýr að innleiðingu nýrra námskráa. Nýlegt samkomulag fjármálaráðuneytis og framhaldsskólakennara sem gerir ráð fyrir aukinni faglegri forystu kennara og þróunarvinnu er lykilatriði til að þessi innleiðing gangi eftir. Þegar kjör íslenskra kennara eru borin saman við kjör starfssystkina þeirra í nágrannalöndum okkar komum við Íslendingar því miður ekki nægilega vel út. Kjör kennara þarf að bæta og það þarf að haldast í hendur við aukið faglegt sjálfstæði þeirra enda kennarar lykillinn að allri skólaþróun. Það er von mín að framhaldsskólakennarar samþykki þetta samkomulag og það verði einn liður í að bæta kjör kennara og efla stöðu þeirra sem hlýtur að vera langtímamarkmið allra sem hafa áhuga á skólamálum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun