Grín eða einelti? Toshiki Toma skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur „Tong Monitor“, mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim. Auglýsingin vakti athygli fólks og margir telja hana vera særandi í garð asísks fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðfélag. Af hverju? Ég vil þó benda á eitt fyrirfram, að þótt “Tong” tali ensku en ekki íslensku skiptir það ekki máli þar sem málið snýst um að taka upp framburð með hreim og grínast með hann. Eftirherma á ensku verður fljótt að eftirhermu á íslensku í huga manns. Í fyrsta lagi er framburður hins íslenska tungumáls fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af vanrækslu við íslenskunámið heldur er framburðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af því að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala. Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með „Tong Monitor“ er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim. Í öðru lagi, þá eru í áhorfendahópi Stöðvar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd? Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: „Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir íslenskunni þeirra.“ Þetta er vondur boðskapur. Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver siðferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðlum þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asískum uppruna svarað fyrir „hið opinbera grín“ Stöðvar 2? Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég hef spáð mikið í auglýsingu Stöðvar 2, þar sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur „Tong Monitor“, mann sem á að vera af asískum uppruna og talar framandi ensku með hreim. Auglýsingin vakti athygli fólks og margir telja hana vera særandi í garð asísks fólks á Íslandi en aðrir bara saklaust grín. Sjálfum finnst mér auglýsingin (eða leikur Péturs) ekki vera fyndin og hafa vond áhrif á íslenskt þjóðfélag. Af hverju? Ég vil þó benda á eitt fyrirfram, að þótt “Tong” tali ensku en ekki íslensku skiptir það ekki máli þar sem málið snýst um að taka upp framburð með hreim og grínast með hann. Eftirherma á ensku verður fljótt að eftirhermu á íslensku í huga manns. Í fyrsta lagi er framburður hins íslenska tungumáls fólki af asískum uppruna mjög erfiður. Hreimurinn stafar ekki af vanrækslu við íslenskunámið heldur er framburðurinn okkur einfaldlega erfiður. Við erum, og nú tala ég ef til vill fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ekki stolt af því að tala íslensku með hreim. Starfs míns vegna býðst mér oft að koma í útvarpsþætti og tala en ég skammast mín alltaf hve lélega íslensku ég tala. Samt tala ég í útvarpi sé mér boðið það vegna þess að það er hluti af starfi mínu. Ég myndi þó verða dapur ef einhver gerði grín að framburðinum mínum. Grín líkt og með „Tong Monitor“ er því ógn fyrir fólk sem talar og verður, t.d. starfs síns vegna eða bara almennra samskipta, að tala íslensku með hreim. Í öðru lagi, þá eru í áhorfendahópi Stöðvar 2 börn og unglingar. Hvað hugsa þau þegar auglýsingin er sýnd? Skilaboðin frá hinum íslenska fjölmiðli eru skýr: „Ah, við megum gera grín að innflytjendum með því að herma eftir íslenskunni þeirra.“ Þetta er vondur boðskapur. Ég tel að í þjóðfélaginu séu einhver siðferðisleg viðmið. Varðandi grín í fjölmiðlum þá vil ég segja þetta: Gerið grín að þeim sem geta svarað fyrir sig. Að gera grín að fólki sem getur ekki svarað fyrir sig er í mínum huga það sama og einelti. Hvernig getur sérhver manneskja af asískum uppruna svarað fyrir „hið opinbera grín“ Stöðvar 2? Ég er undrandi á að Stöð 2 skuli ekki hafa séð fyrir hvaða áhrif auglýsingin myndi hafa. Ég óska þess að fjölmiðlafólk læri af þessari reynslu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun