Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 15. nóvember 2025 07:30 Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun