Ráðleggingar um hádegisverð í skólum 23. nóvember 2012 06:00 Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borðuðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nærast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfsfólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinberar ráðleggingar. Embætti landlæknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringarmálum og ber stýrihópur verkefnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. Það er hlutverk skólastjórnenda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegisverður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skólastarfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstaklega að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum Ÿ Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. Ÿ Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. Ÿ Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æskilegt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nöggum. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgarhryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel saltmagn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. Ÿ Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegismat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegishressingu. Einnig er tilvalið að bjóða upp á ávexti eftir hádegisverðinn. Ÿ Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. Ÿ Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofnsteikja frekar en pönnusteikja. Ÿ Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Yfir vetrarmánuðina verja börn meirihluta dagsins í skóla eða á frístundaheimilum og því gefur skólamaturinn einstakt tækifæri til að bæta neysluvenjur skólabarna og kenna þeim að njóta hollrar fæðu. Með hollum mat í skóla er hægt að hafa jákvæð áhrif á heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. Vel nærðir nemendur eiga auðveldara með að einbeita sér og læra. Nýleg sænsk rannsókn sýndi að neysla á hollum mat og lítil neysla á óhollum mat var tengd betri einkunnum hjá 15 ára unglingum. Enn fremur kom fram að þeir unglingar sem borðuðu reglulega morgunverð höfðu hærri meðaleinkunnir. Það er ekki síður mikilvægt að leggja áherslu á uppeldis- og félagslegt gildi máltíða meðal annars með því að gefa nægan tíma til að nærast og sjá til þess að umhverfi sé notalegt og ekki of mikill hávaði. Opinberar ráðleggingar Embætti landlæknis gefur út handbók fyrir skólamötuneyti sem ætlað er að auðvelda starfsfólki að bjóða börnum hollan og góðan mat við þeirra hæfi. Í 23. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að í grunnskólum skulu nemendur eiga kost á málsverði á skólatíma í samræmi við opinberar ráðleggingar. Embætti landlæknis vinnur að þessum málum í tengslum við verkefnið Heilsueflandi grunnskóli og hefur gefið út handbók utan um það verkefni þar sem skólar eru hvattir til að mynda sér heildræna stefnu um næringu. Heilsueflandi skólum er boðið upp á fræðslu fyrir starfsfólk mötuneyta en einnig er settur fram skýr rammi sem skólarnir þurfa að fylgja, t.d. að útnefndur sé starfsmaður sem ber ábyrgð á að fylgja eftir stefnu í næringarmálum og ber stýrihópur verkefnisins ábyrgð á að viðmiðum og gátlista í handbók sé framfylgt. Eftirlit með skólamáltíðum Embætti landlæknis hefur ekki eftirlit með gæðum skólamáltíða. Það er hlutverk skólastjórnenda að sjá til þess að lögum um grunnskóla sé framfylgt, þ.e. að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrá grunnskóla og þar með talið að hádegisverður sé í samræmi við ráðleggingar. Sveitarfélög hafa einnig hlutverki að gegna þarna með svo kölluðu ytra mati sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið ber einnig ábyrgð á ytra mati á skólastarfi. Það er til mikils að vinna að bæta neysluvenjur skólabarna og ættu skólar að leggja áherslu á holla fæðu og huga þar sérstaklega að fjölbreyttu fæðuvali, fiskmáltíðum og meiri neyslu ávaxta, grænmetis og grófra kornvara auk vatnsdrykkju. Fæðuframboð í skólum Ÿ Fiskur að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku, bæði feitur og magur. Ÿ Grænmetis- og baunaréttir reglulega í boði. Ÿ Þegar kjöt- eða kjötvörur eru í boði, velja magrar kjötvörur með minna en 10% fitu. Æskilegt er að bjóða upp á ferskar vörur sem oftast og minna af farsvörum, pylsum og nöggum. Reyktur og saltur matur, t.d. saltkjöt, hangikjöt, bjúgu, bayonskinka, hamborgarhryggur eða saltfiskur, ætti að vera mjög sjaldan á borðum. Mikilvægt er að skoða vel saltmagn og lesa utan á umbúðir en vörur teljast saltríkar ef þær innihalda meira en 1,25 g af salti (0,5 g natríum) í 100 g vöru. Ÿ Grænmeti hrátt og/eða soðið með öllum hádegismat. Ávextir eða grænmeti í morgunhressingu og síðdegishressingu. Einnig er tilvalið að bjóða upp á ávexti eftir hádegisverðinn. Ÿ Þegar brauð er í boði ætti að velja heilkorna, trefjaríkt brauð með a.m.k. 5-6 g af trefjum í 100 g af brauði. Ÿ Við matseld er mælt með notkun olíu í stað smjörs eða smjörlíkis og léttmjólkur í stað nýmjólkur eða rjóma. Enn fremur er mælt með að ofnsteikja frekar en pönnusteikja. Ÿ Mikilvægt er að nemendur eigi greiðan aðgang að köldu, fersku drykkjarvatni. Ítarefni Handbók fyrir skólamötuneyti Ráðleggingar um mataræði og næringarefni Handbók heilsueflandi grunnskóla Lög nr. 91/2008 um grunnskóla Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun