Handbolti

Stella Sigurðardóttir kjörin Íþróttamaður Fram árið 2012

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðurkenningin er enn ein skrautfjöðurin í hatt Stellu.
Viðurkenningin er enn ein skrautfjöðurin í hatt Stellu. Mynd/Jóhann Gunnar Kristinsson
Handknattleikskonan Stella Sigurðardóttir var um nýliðna helgi valin Íþróttamaður Fram árið 2012.

Stella var valin besti leikmaður N1-deildar kvenna á síðustu leiktíð, besta vinstri skytta deildarinnar auk þess sem hún er handhafi Sigríðar-bikarsins. Hún var lykilmaður Fram-liðsins í harðri sókn að titlum og er fastamaður í landsliðinu, sem m.a. tók þátt í Evrópumótinu í Serbíu nú í desember.

Í fréttatilkynningu frá Fram segir að Stella sé til hreinnar fyrirmyndar utan vallar sem innan. Hún sé mikill ógnvaldur annarra liða, láti óblíðar móttökur ekki á sig fá og sé Fram til sóma í hvívetna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×