Handbolti

Valskonur enn ósigraðar | Úrslit dagsins

Hrafnhildur Skúla var sterk í dag.
Hrafnhildur Skúla var sterk í dag.
Topplið Vals og Fram í N1-deild kvenna lentu aldrei þessu vant í smá vandræðum í leikjum sínum í deildinni í dag en höfðu þó sigur að lokum.

Valskonur voru með örugga stöðu gegn Gróttu en gáfu eftir í síðari hálfleik og unnu að lokum aðeins með einu marki. Fram var undir í hálfleik gegn ÍBV en hafði sigur að lokum.

Valskonur á toppnum með 26 stig en Fram í öðri sæti með 24. Langt er í næstu lið.

Úrslit:

Grótta-Valur 23-24 (11-16)

Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 9, Eva Björk Davíðsdóttir 7, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 2, Tinna Laxdal Gautadóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 2, Arndís María Erlingsdóttir 1.

Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8, Dagný Skúladóttir 6, Karólína Lárudóttir 4, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 3.

Fram-ÍBV 29-25 (13-14)

Mörk Fram: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Stella Sigurðardóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1, Marthe Sördal 1, Sunna Jónsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.

Varin skot: Guðrún Bjartmarz 14.

Mörk ÍBV: Grigore Ggorgata 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 5, Simone Vintale 5, Ivana Mladenovic 2, Drífa Þorvaldsdóttir 1.

Varin skot: Florentina Stanciu 17.

Afturelding-HK 23-23 (10-11)

Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 12, Telma Frímannsdóttir 3, Sara Kristjánsdóttir 3, Sandra Egilsdóttir 2, Sigrún Másdóttir 2, Vigdís Brandsdóttir 1.

Mörk HK: Heiðrún Björk Helgadóttir 6, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Brynja Magnúsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 3, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1.

Stjarnan-Fylkir 34-15






Fleiri fréttir

Sjá meira


×