Handbolti

Stjarnan hafði betur í Eyjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Stjarnan vann góðan útisigur á ÍBV í N1-deild kvenna í dag, 25-22. Eyjamenn eru sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar með sautján stig.

Stjarnan er nú komið með fjórtán stig, rétt eins og HK og FH.

Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með átta mörk en Rakel Dögg Bragadóttir skoraði fimm.

Hjá ÍBV skoraði Simona Vintale tíu mörk en staðan í hálfleik var 12-11, Eyjamönnum í vil.

FH-ingar unnu auðveldan sigur á botnliði Aftureldingar í dag, 30-22 og þá hafði Grótta betur gegn Fylki, 35-15.

Grótta er í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig en Fylkir og Afturelding eru í neðstu tveimur sætunum með tvö stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×