Handbolti

Eyjakonur í undanúrslitin annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Simona Vintila
Simona Vintila Mynd/Vilhelm
ÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum Símabikar kvenna í handbolta í kvöld með fjögurra marka sigri á FH, 24-20, í Kaplakrika. Eyjakonur fóru alla leið í úrslitaleik bikarsins í fyrra en eru þegar komnar í Höllina því undanúrslitaleikirnir í ár verða spilaðir í Laugardalshöllinni.

Guðbjörg Guðmannsdóttir var markahæst í Eyjaliðinu með sjö mörk en Simona Vintila skoraði sex mörk. Ester Óskarsdóttir er að koma til baka inn í ÍBV-liðið eftir barnsburðarleyfi og var með tvö mörk í kvöld.

Hin fimmtán ára Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá FH með sex mörk en það hjálpaði ekki liðinu í kvöld að liðið klikkaði á 4 af 10 vítum sínum í leiknum.



FH - ÍBV 20-24 (7-8)

Mörk FH: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Ásdís Sigurðardóttir 4, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Birna Íris Helgadóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1.

Mörk ÍBV: Guðbjörg Guðmannsdóttir 7, Simona Vintila 6, Georgeta Grigore 5, Ivana Mladenovic 4, Ester Óskarsdóttir 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×