Handbolti

ÍBV vann HK í Eyjum - Stjarnan og FH unnu líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florentina Stanciu, markvörður ÍBV.
Florentina Stanciu, markvörður ÍBV. Mynd/Vilhelm
Þremur leikjum af fimm er lokið í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld og fögnuðu ÍBV, Stjarnan og FH öll sigrum í sínum leikjum.

ÍBV-liðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð þegar liðið vann fimm marka sigur á HK í Eyjum, 27-22. HK kom inn í leikinn á góðri siglingu og átti möguleika að jafna Eyjakonur að stigum í 3. sætinu en HK-konur urðu að sætta sig við tap.

Stjörnukonur unnu fimmtán marka stórsigur á Aftureldingu í Mýrinni, 35-20, þar sem sjö leikmenn Garðabæjarliðsins skoruðu þrjú mörk eða fleiri í leiknum.

FH-konur komust aftur á sigurbraut eftir þrjú töp í röð í deild og bikar og unnu sjö marka útisigur á Fylki í Árbænum. FH-mæðgurnar skoruðu sjö mörk saman í kvöld, dóttirin Þórey Anna Ásgeirsdóttir sex og mamman Gunnur Sveinsdóttir eitt.



Úrslit og markaskorarar í N1 deild kvenna í kvöld:

Fylkir-FH 19-26 (9-12)

Mörk Fylkis: Andrea Olsen 8, Thea Imani Sturludóttir 5, Hildur Björnsdóttir 3, Tanja Zamoreva 3.

Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Steinunn Snorradóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 4, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 2, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Gunnur Sveinsdóttir 1.



Stjarnan - Afturelding 35-20 (17-7)

Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7, Kristín Clausen 4, Esther V. Ragnarsdóttir 4, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Arna Dýrfjörð 3, Indíana N. Jóhannsdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 1, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1.

Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 7, Sara Kristjánsdóttir 7, Sigrún Másdóttir 2, Sandra Egilsdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1, Margrét Vilhjálmsdóttir 1, Telma Frímannsdóttir 1.



ÍBV - HK 27-22 (16-10)

Mörk ÍBV: Drífa Þorvaldsdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 4, Georgeta Grigore 4, Simona Vintila 3, Ivana Mladenovic 3, Rakel Hlynsdóttir 2.

Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 7, Brynja Magnúsdóttir 6, Heiðrún Björk Helgadóttir 3, Emma Sardarsdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1, María Lovísa Breiðdal 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×