"Ekki slást við svín í svínastíunni“ 17. febrúar 2013 16:04 „Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira