Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 21-20 Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2013 00:01 FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
FH vann flottan sigur, 21-20, á Val í æsispennandi leik í N1-deild karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Logi Geirsson var atkvæðamestur í liði FH með sex mörk. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með en heimamenn í FH ávallt einu skrefi á undan. Valsmenn voru samt sem áður gríðarlega ákveðir og fastir fyrir í varnarleiknum. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 4-4. Þá misstu Valsmenn tvö menn útaf með tveggja mínútna brotvísanir og voru því fjórir útispilarar gegn sex en á þeim kafla náðu FH-ingar þriggja marka forystu 7-4. Valsmenn komust aftur inn í leikinn og var staðan 9-8 í hálfleik. Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörk síðari hálfleiksins en þá komu fjögur í röð frá FH og þeir breyttu stöðunni í 13-10. FH-ingar voru sterkari næstu tíu mínútur leiksins og voru ávallt skrefinu á undan. Valsmenn voru samt alltaf ákveðnir og ætluðu greinilega að selja sig dýrt í leiknum. Þegar tólf mínútur voru eftir var staðan 16-16 og mikil spenna í leiknum. Því næst unnu Valsmenn boltann og Sveinn Aron Sveinsson skoraði úr hraðaupphlaupi. Staðan var orðin 17-16 fyrir gestina. FH-ingar hrukku þá í gang og komust í 19-18 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Spennan hélst áfram alveg fram til enda en það voru FH-ingar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu eins marks sigur 21-20. Þorbjörn Jensson: Handboltinn snýst ennþá um það sama„Þetta var ágætis leikur og mikið um sterkan varnarleik," sagði Þorbjörn Jensson, aðstoðarþjálfari Vals, eftir tapið í kvöld. „Það sem vantaði uppá hjá okkur var að nýta færin betur. Við fengum alveg heilan helling af góðum færum sem liðið var ekki að notfæra." „Við gerðum markvörðinn hjá FH bara góðan með því að skjóta svona mikið í hann. Varnarleikur okkar sem og markvarsla var til fyrirmyndar og ég hef engar áhyggjur af því, þurfum að bæta okkur sóknarlega núna." „Ég hef ekki verið neitt í kringum handbolta í 12 ár. Íþróttin hefur ekki mikið breyst á þeim tíma, þetta snýst ennþá um að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og undirbúa sig fyrir hann." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Logi Geirsson: Ég er að fara massa mig meira upp„Þetta var sannkallaður baráttusigur," sagði Logi Geirsson, eftir sigurinn í kvöld. „Valsmenn eru með gríðarlega sterkan hóp og við vissum að þetta yrði erfitt. Þetta hafðist samt í lokin og við náðum að knýja fram gríðarlega mikilvæg tvö stig fyrir úrslitakeppnina." „Við höfum alls ekkert verið að valta yfir andstæðinga okkar og lið ná oft á tíðum að halda í við okkar, en við erum alltaf að spila eftir sömu leikaðferð og höfum trú á henni. Liðið hefur verið á mikilli siglingu í deildinni að undanförnu og það mun bara halda áfram." „Ég er komin á fullt í lyftingasalinn og þarf að bæta aðeins á mig. Eftir á Ólafur Gústafsson fór frá liðinu er ég komin með nýtt hlutverk og þá verð ég heldur betur að standa mig."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira