Hagnaður danska skipa- og olíufélagsins A.P. Möller-Mærsk nam rúmlega 23 milljörðum danskra króna á síðasta ári eða rúmlega 530 milljörðum króna eftir skatta.
Þetta er nokkuð meiri hagnaður en sérfræðingar gerðu ráð fyrir og 30% meiri hagnaður en árið áður.
Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að veltan hjá Mærsk hafi numið 342 milljörðum danskra króna sem er aukning um 6% frá fyrra ári.
