Krefjast eignarnáms á landsréttindum á Reykjanesi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2013 15:22 Áformin voru kynnt á blaðamannafundi í dag. Mynd/ GVA Landsnet leitaði í dag eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram að samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm landeigendum um 62% lands á leið væntanlegrar línu en ítrekaðar samningsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árangurslausar. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,2 milljarðar króna og áætlaður framkvæmdatími hálft annað ár, frá júlí 2013 til ársloka 2014. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og gert ráð fyrir að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest, síðsumars 2014. Á vef Landsnets segir að núverandi Suðurnesjalína 1 sé eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og hafi bilanir á henni oft valdið straumleysi og vandkvæðum. Flutningsgeta línunnar, sem rekin er á 132 kV spennu, sé fullnýtt. Mikið álag valdi enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem valdið geti verulegu tjóni hjá notendum. Það sé því brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. „Suðurnesjalína 2 er þannig nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú lagaskylda á Landsneti að tryggja öryggi og rekstur flutningskerfis raforku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstraröryggi raforkukerfis á svæðinu," segir á vef Landsnets. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af hafa samningar tekist við eigendur 11 jarða og viðræður standa yfir við eigendur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landakots hafna samningum og sömuleiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ásláksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,2 milljarðar króna og áætlaður framkvæmdatími hálft annað ár, frá júlí 2013 til ársloka 2014. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og gert ráð fyrir að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest, síðsumars 2014. Á vef Landsnet segir að núverandi Suðurnesjalína 1 sé eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og hafi bilanir á henni oft valdið straumleysi og vandkvæðum. Flutningsgeta línunnar, sem rekin er á 132 kV spennu, sé fullnýtt. Mikið álag valdi enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem valdið geti verulegu tjóni hjá notendum. Það sé því brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. „Suðurnesjalína 2 er þannig nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú lagaskylda á Landsneti að tryggja öryggi og rekstur flutningskerfis raforku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstraröryggi raforkukerfis á svæðinu," segir á vef Landsnets. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af hafa samningar tekist við eigendur 11 jarða og viðræður standa yfir við eigendur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landakots hafna samningum og sömuleiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ásláksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða. Suðurnesjalína 2 Hafnarfjörður Grindavík Orkumál Vogar Reykjanesbær Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Landsnet leitaði í dag eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka tiltekin landsréttindi á Reykjanesskaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2, háspennulínu milli Hafnarfjarðar og Grindavíkurbæjar. Á blaðamannafundi sem haldinn var í dag kom fram að samningar hafa tekist við fjóra af hverjum fimm landeigendum um 62% lands á leið væntanlegrar línu en ítrekaðar samningsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árangurslausar. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,2 milljarðar króna og áætlaður framkvæmdatími hálft annað ár, frá júlí 2013 til ársloka 2014. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og gert ráð fyrir að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest, síðsumars 2014. Á vef Landsnets segir að núverandi Suðurnesjalína 1 sé eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og hafi bilanir á henni oft valdið straumleysi og vandkvæðum. Flutningsgeta línunnar, sem rekin er á 132 kV spennu, sé fullnýtt. Mikið álag valdi enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem valdið geti verulegu tjóni hjá notendum. Það sé því brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. „Suðurnesjalína 2 er þannig nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú lagaskylda á Landsneti að tryggja öryggi og rekstur flutningskerfis raforku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstraröryggi raforkukerfis á svæðinu," segir á vef Landsnets. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af hafa samningar tekist við eigendur 11 jarða og viðræður standa yfir við eigendur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landakots hafna samningum og sömuleiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ásláksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða. Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins í sjö ár í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna. Suðurnesjalína 2 verður hluti af almennu raforkuflutningskerfi Landsnets Áætlaður framkvæmdakostnaður er um 2,2 milljarðar króna og áætlaður framkvæmdatími hálft annað ár, frá júlí 2013 til ársloka 2014. Mannaflaþörf verkefnisins er 42 ársverk og gert ráð fyrir að allt að 50 manns vinni að því þegar umsvifin verða hvað mest, síðsumars 2014. Á vef Landsnet segir að núverandi Suðurnesjalína 1 sé eina tenging Reykjanesskaga við meginflutningskerfi Landsnets og hafi bilanir á henni oft valdið straumleysi og vandkvæðum. Flutningsgeta línunnar, sem rekin er á 132 kV spennu, sé fullnýtt. Mikið álag valdi enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem valdið geti verulegu tjóni hjá notendum. Það sé því brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst. „Suðurnesjalína 2 er þannig nauðsynleg framkvæmd í almannaþágu og þolir ekki frekari bið, enda hvílir sú lagaskylda á Landsneti að tryggja öryggi og rekstur flutningskerfis raforku. Tvær háspennulínur í stað einnar munu auka verulega rekstraröryggi raforkukerfis á svæðinu," segir á vef Landsnets. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af hafa samningar tekist við eigendur 11 jarða og viðræður standa yfir við eigendur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landakots hafna samningum og sömuleiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ásláksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða.
Suðurnesjalína 2 Hafnarfjörður Grindavík Orkumál Vogar Reykjanesbær Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira