Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað hressilega frá því í gærkvöldi. Tunnan af Brent olíunni er komin niður í 110 dollara og hefur lækkað um rúmt prósent.
Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í rúman 91 dollar og hefur einnig lækkað um rúmt prósent. Fyrir aðeins þremur dögum kostaðu tunnan af Brent olíunni 115,5 dollara og hefur því lækkað um 4% á þeim tíma.
Það er óvissan um ríkisfjárlög Bandaríkjanna sem m.a. er þess valdandi að olíuverðið lækkar. Ef sú staða breytist ekki má búast við frekari lækkunum á olíuverðinu.

