Mestu vandræði í 30 ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2013 23:22 Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, segir mikinn vanda steðja að. Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefjast þess að innistæðueigendum í Kýpur verði gert að greiða allt upp undir 10% skatt af innistæðum sínum. Þetta verði gert að skilyrði fyrir því að Evrópusambandið veiti ríkissjóð Kýpur fjárhagsaðstoð en miklir erfiðleikar steðja að rekstri ríkissjóðs þar í landi. Til stendur að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti 10 milljarða evra, eða um 1600 milljarða króna, lán. Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, segir að vandamálin sem ríkið glímir við núna séu þau verstu frá því að Tyrkir réðust inn í landið árið 1974. Þrátt fyrir að hann leggist gegn tillögum Evrópusambandsins og alþjóðgjaldeyrissjóðsins segir Anastasiades að Kýpverjar eigi val um það hvort þeir vilji ná jafnvægi á ríkisfjármálum eða hætta á að hagkerfið hrynji og Kýpur yfirgefi evrusvæðið. Skilmálar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þeir að þeir sem eiga minna en 100 þúsund evrur, eða um 16 milljónir króna, inni á bankareikningum þurfa að greiða 6,75% skatt af innistæðum sínum. Þeir sem eiga meira en það þurfa að greiða 9,9% skatt.BBC greindi frá. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn krefjast þess að innistæðueigendum í Kýpur verði gert að greiða allt upp undir 10% skatt af innistæðum sínum. Þetta verði gert að skilyrði fyrir því að Evrópusambandið veiti ríkissjóð Kýpur fjárhagsaðstoð en miklir erfiðleikar steðja að rekstri ríkissjóðs þar í landi. Til stendur að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti 10 milljarða evra, eða um 1600 milljarða króna, lán. Nicos Anastasiades, forseti Kýpur, segir að vandamálin sem ríkið glímir við núna séu þau verstu frá því að Tyrkir réðust inn í landið árið 1974. Þrátt fyrir að hann leggist gegn tillögum Evrópusambandsins og alþjóðgjaldeyrissjóðsins segir Anastasiades að Kýpverjar eigi val um það hvort þeir vilji ná jafnvægi á ríkisfjármálum eða hætta á að hagkerfið hrynji og Kýpur yfirgefi evrusvæðið. Skilmálar Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru þeir að þeir sem eiga minna en 100 þúsund evrur, eða um 16 milljónir króna, inni á bankareikningum þurfa að greiða 6,75% skatt af innistæðum sínum. Þeir sem eiga meira en það þurfa að greiða 9,9% skatt.BBC greindi frá.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira