Krugman og Rehn deila hart um gildi aðhaldsaðgerða í Evrópu 14. mars 2013 06:16 Paul Krugman Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur átt í deilu við Olle Rehn efnahagsstjóra Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Deilan snýst um hvort aðhaldsaðgerðir landa innan sambandsins í kreppunni hafi virkað eða ekki. Það er heldur betur farið að hitna í kolunum í þessari deilu þeirra Krugmans og Rehn. Krugman telur að reynslan undanfarin fimm ár sýni að aðhaldsaðgerðir í kreppu dugi ekki og hafi aðeins gert illt verra í Evrópu. Frekar eigi stjórnvöld að spýta í lófana og fara í auknar framkvæmdir til að keyra upp hagkerfið að nýju. Rehn er þessu algerlega ósammála og segir að hið opinbera hafi einfaldlega ekkert fé aflögu til að fara að ráðum Krugmans. Í umfjöllun um málið á CNNMoney segir að Krugman hafi líkt skoðunum Rehn við kakkalakkahugmyndir. Það er að segja þær skjóti ætíð aftur upp kollinum sama hvað gert er til að eyða þeim. Krugman bætir því við að þessar hugmyndir séu yfirleitt fastar í huga þeirra sem hafa ekki staðreyndirnar á hreinu. Olli Rehn hefur svarað fyrir sig af fullum krafti og segir að málflutningur Krugman sé rugl. Þar að auki lét hann hafa eftir sér í Helsinki Sanomat, stærsta dagblaði Finnlands, orð sem túlka má sem svo að hann saki Krugman um lygar í málflutningi sínum. Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Paul Krugman Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur átt í deilu við Olle Rehn efnahagsstjóra Evrópusambandsins um nokkurt skeið. Deilan snýst um hvort aðhaldsaðgerðir landa innan sambandsins í kreppunni hafi virkað eða ekki. Það er heldur betur farið að hitna í kolunum í þessari deilu þeirra Krugmans og Rehn. Krugman telur að reynslan undanfarin fimm ár sýni að aðhaldsaðgerðir í kreppu dugi ekki og hafi aðeins gert illt verra í Evrópu. Frekar eigi stjórnvöld að spýta í lófana og fara í auknar framkvæmdir til að keyra upp hagkerfið að nýju. Rehn er þessu algerlega ósammála og segir að hið opinbera hafi einfaldlega ekkert fé aflögu til að fara að ráðum Krugmans. Í umfjöllun um málið á CNNMoney segir að Krugman hafi líkt skoðunum Rehn við kakkalakkahugmyndir. Það er að segja þær skjóti ætíð aftur upp kollinum sama hvað gert er til að eyða þeim. Krugman bætir því við að þessar hugmyndir séu yfirleitt fastar í huga þeirra sem hafa ekki staðreyndirnar á hreinu. Olli Rehn hefur svarað fyrir sig af fullum krafti og segir að málflutningur Krugman sé rugl. Þar að auki lét hann hafa eftir sér í Helsinki Sanomat, stærsta dagblaði Finnlands, orð sem túlka má sem svo að hann saki Krugman um lygar í málflutningi sínum.
Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira