Körfubolti

Nú reynir meira á Helenu - tveir englar á leiðinni heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir
Helena Sverrisdóttir Mynd/Heimasíða Good Angels Kosice
Helena Sverrisdóttir skoraði tíu stig þegar Good Angels Kosice vann 118-51 sigur á Ostrava í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Slóvakíu en liðin mætast aftur í dag.

Þetta var fyrsti leikur Englanna án bandarísku leikmennina Plenette Pierson og Natasha Lacy sem eru báðar voru byrjunarliðsmenn í liðinu. Þær spiluðu sína síðustu leiki með liðinu á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar þar sem Good Angels Kosice náði 4. sæti sem er besti árangur félagsins frá upphafi.

Nú er bara einn bandarískur leikmaður í liðinu en það er bakvörðurinn Allie Quigley sem er svaka skytta og var með tólf stig í umræddum leik. Fyrirliðinn Lucia Kupcíková var með 15 stig og 12 fráköst í leiknum en stigahæstar voru þær Katarína Pindrochová og Žofia Hruscáková en sú síðastnefnda er aðeins 18 ára gömul.

Helena Sverrisdóttir fær nú stærra hlutverk eftir að þessar bandarísku stelpur yfirgefa liðið en Helena hefur verið að leysa Natasha Lacy mikið af hingað til. Helena var samt ekki í byrjunarliðinu í sigrinum á Ostrava.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×