IKEA kjötbollur aftur til sölu í Danmörku og fleiri Evrópulöndum 22. mars 2013 06:28 Hinar vinsælu IKEA kjötbollur eru aftur til sölu í Danmörku og fleiri Evópulöndum eftir meir en mánaðarhlé í kjölfar hrossakjötshneykslsins sem skók flest Evrópulönd fyrr í vetur. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að farið var að selja kjötbollurnar í verslunum IKEA í gærdag mörgum viðskiptavinum til ómældrar ánægju. Tekin hafa verið hundruð sýna úr IKEA bollunum í dönskum vöruhúsum undanfarin mánuð. Ekkert hrossakjöt fannst í þeim en samt ákvað stjórn IKEA að skipta þeim út fyrir nýjar bollur frá Svíþjóð sem byrjað var að selja í gærdag. IKEA hefur jafnframt fækkað þeim birgjum sem verslunarkeðjan kaupir kjöt frá í Svíþjóð og straumlínulagað framleiðslu- og gæðaeftirlit sitt. Í frétt um málið á vefsíðu TV2 segir að IKEA sé nú að kanna hvað eigi að gera við gömlu kjötbollubirgðirnar sem hafa sýnt sig að vera jafnhollar og þær nýju. Edvard Moreno veitingastjóri IKEA í Danmörku segir að þeir eigi í viðræðum við yfirvöld um hvernig þeir geti losað sig við þessar kjötbollur á ábyrgan hátt. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hinar vinsælu IKEA kjötbollur eru aftur til sölu í Danmörku og fleiri Evópulöndum eftir meir en mánaðarhlé í kjölfar hrossakjötshneykslsins sem skók flest Evrópulönd fyrr í vetur. Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að farið var að selja kjötbollurnar í verslunum IKEA í gærdag mörgum viðskiptavinum til ómældrar ánægju. Tekin hafa verið hundruð sýna úr IKEA bollunum í dönskum vöruhúsum undanfarin mánuð. Ekkert hrossakjöt fannst í þeim en samt ákvað stjórn IKEA að skipta þeim út fyrir nýjar bollur frá Svíþjóð sem byrjað var að selja í gærdag. IKEA hefur jafnframt fækkað þeim birgjum sem verslunarkeðjan kaupir kjöt frá í Svíþjóð og straumlínulagað framleiðslu- og gæðaeftirlit sitt. Í frétt um málið á vefsíðu TV2 segir að IKEA sé nú að kanna hvað eigi að gera við gömlu kjötbollubirgðirnar sem hafa sýnt sig að vera jafnhollar og þær nýju. Edvard Moreno veitingastjóri IKEA í Danmörku segir að þeir eigi í viðræðum við yfirvöld um hvernig þeir geti losað sig við þessar kjötbollur á ábyrgan hátt.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira