Lítil hvít kínversk postulínsskál seld fyrir 270 milljónir 21. mars 2013 06:11 Lítil hvít kínversk postulínsskál var seld fyrir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í vikunni. Um er að ræða þúsund ára gamla Ding skál frá tímum Song keisaraættarinnar í Kína. Hún var keypt í bílskúrssölu í New York árið 2007 á innan við 400 krónur. Fjölskyldan sem keypti hana notaði skálina sem stofustáss og hafði ekki hugmynd um raunverulegt verðmæti hennar þar til nýlega. Verðið sem fékkst fyrir skálina á uppboðinu kom forráðamönnum Sotheby´s á óvart en þeir höfðu metið hana á sjöfalt lægra verði. Það sem gerðist á uppboðinu var að fjórir menn buðu í skálina hver á móti öðrum þar til fornmunasalinn Guiseppe Eskenazi í London náði gripnum á fyrrgreindu verði. Það er aðeins vitað um eitt annað eintak af Ding skál af þessari gerð í heiminum. Sú hefur verið í eigu breska þjóðminjasafnsins undanfarin 60 ár eða svo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að postulín frá tímum Song keisaraættarinnar sé orðin mjög eftirsótt vara í Kína. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lítil hvít kínversk postulínsskál var seld fyrir 270 milljónir króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í vikunni. Um er að ræða þúsund ára gamla Ding skál frá tímum Song keisaraættarinnar í Kína. Hún var keypt í bílskúrssölu í New York árið 2007 á innan við 400 krónur. Fjölskyldan sem keypti hana notaði skálina sem stofustáss og hafði ekki hugmynd um raunverulegt verðmæti hennar þar til nýlega. Verðið sem fékkst fyrir skálina á uppboðinu kom forráðamönnum Sotheby´s á óvart en þeir höfðu metið hana á sjöfalt lægra verði. Það sem gerðist á uppboðinu var að fjórir menn buðu í skálina hver á móti öðrum þar til fornmunasalinn Guiseppe Eskenazi í London náði gripnum á fyrrgreindu verði. Það er aðeins vitað um eitt annað eintak af Ding skál af þessari gerð í heiminum. Sú hefur verið í eigu breska þjóðminjasafnsins undanfarin 60 ár eða svo. Í frétt á vefsíðu BBC segir að postulín frá tímum Song keisaraættarinnar sé orðin mjög eftirsótt vara í Kína.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira