Körfubolti

Hamarskonur unnu 1. deildina í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Sævar Logi Ólafsson
Kvennalið Hamars tryggði sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir 79-56 sigur á Stjörnunni í Hveragerði. Liðin mætast síðan í úrslitakeppninni þar sem það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í Dominos-deild kvenna.

Fyrir leikinn voru Hamarsstúlkur með pálmann í höndunum en Stjörnustúlkur hefðu þurft að vinna leikinn með 10 stigum eða meira til að stela deildarmeistaratitlinum af Hvergerðingum.

Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði Hamars fór fyrir sínum stelpum í kvöld og skoraði 22 stig. Marín Laufey kom næst með 16 stig, 9 fráköst og 9 stolna bolta og Álfhildur Þorsteinsddóttir skoraði 14 stig og tók 8 fráköst.

Hjá gestunum var Bryndís Hanna Hreinsdóttir atkvæðamest með 16 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Kristín Fjóla Reynisdóttir skoraði 13 stig og Bára Faney Hálfdanardóttir skoraði 11 stig.

Sævar Logi Ólafsson tók myndir í Hveragerði í kvöld og sendi Vísi en þær eru hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×