Körfubolti

Flottur útisigur hjá Jóni Arnóri og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Anton
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza áttu ekki í miklum vandræðum með FIATC Joventut þegar liðin mættust í spænska körfuboltanum í hádeginu. CAI Zaragoza vann leikinn 71-59.

Jón Arnór lék í rúmar 20 mínútur í leiknum og var með 2 stig, 2 fráköst og 1 stoðsendingu. Jón nýtti 1 af 3 skotum sínum í leiknum. CAI Zaragoza vann þær mínútur sem Jón Arnór spilaði með þrettán stigum en aðeins tveir leikmenn liðsins voru með hærra plús/mínus í leiknum.

CAI Zaragoza vann fyrsta leikhlutann 23-12 og var með sextán stiga forskot í hálfleik, 42-26. FIATC Joventut lagaði stöðuna í lokin með því að skora fimm síðustu stigin.

FIATC Joventut átti möguleika að jafna CAI Zaragoza að stigum með sigri en Zaragoza-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og því í hættu að missa sjöunda sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×