"Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín“ Ingimar Karl Helgason skrifar 8. apríl 2013 13:11 Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00 Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni?
Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun