Facebook rukkar fyrir skilaboð 8. apríl 2013 08:44 MYND/GETTY Facebook mun á næstunni innleiða kerfi þar sem rukkað verður fyrir að senda skilaboð. Þessi nýjung á aðeins við um skilaboð sem fólk sendir til þeirra sem ekki eru þegar á vinalista þeirra. Stjórnendur Facebook boðuðu breytinguna á dögunum og er hún nú þegar í prófunum í Bandaríkjunum. Mark Zuckerberg, forstjóri og annar stofnenda Facebook, segir að kerfinu sé ætlað að koma í veg fyrir ruslpóst og auglýsingar sem reglulega fylla pósthólf notenda. Gjaldið verður frá hundrað og tuttugu krónum til eitt þúsund og átta hundruð. Hingað til hafa notendur samskiptasíðunnar getað skipst á skilaboðum án gjalds. Skilaboð milli einstaklinga sem ekki eru vinir á Facebook fara í sérstakan flokk, merktur sem annað. Með breytingunni verður notendum gert kleift að greiða lágt gjald til að forgangsraða skilaboðum sínum. Jafnframt verður hægt að greiða hærra gjald fyrir að senda þekktum einstaklingum skilaboð. Sérfræðingar segja breytingarnar bera vitni um framtíð samskiptasíðunnar en hún hefur átt í nokkrum erfiðleikum með að auka tekjuöflun sína. Rúmlega milljarður manna notar Facebook að staðaldri. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook mun á næstunni innleiða kerfi þar sem rukkað verður fyrir að senda skilaboð. Þessi nýjung á aðeins við um skilaboð sem fólk sendir til þeirra sem ekki eru þegar á vinalista þeirra. Stjórnendur Facebook boðuðu breytinguna á dögunum og er hún nú þegar í prófunum í Bandaríkjunum. Mark Zuckerberg, forstjóri og annar stofnenda Facebook, segir að kerfinu sé ætlað að koma í veg fyrir ruslpóst og auglýsingar sem reglulega fylla pósthólf notenda. Gjaldið verður frá hundrað og tuttugu krónum til eitt þúsund og átta hundruð. Hingað til hafa notendur samskiptasíðunnar getað skipst á skilaboðum án gjalds. Skilaboð milli einstaklinga sem ekki eru vinir á Facebook fara í sérstakan flokk, merktur sem annað. Með breytingunni verður notendum gert kleift að greiða lágt gjald til að forgangsraða skilaboðum sínum. Jafnframt verður hægt að greiða hærra gjald fyrir að senda þekktum einstaklingum skilaboð. Sérfræðingar segja breytingarnar bera vitni um framtíð samskiptasíðunnar en hún hefur átt í nokkrum erfiðleikum með að auka tekjuöflun sína. Rúmlega milljarður manna notar Facebook að staðaldri.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira