Handbolti

Missa Þjóðverjar af EM í Danmörku?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Heuberger.
Martin Heuberger. Nordic Photos / Getty Images
Þýskaland er í miklu basli í undankeppni EM 2014 í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Tékklandi í gær.

Tékkar fögnuðu tveggja marka sigri á heimavelli, 24-22, og skildu því Þjóðverja eftir í þriðja sæti riðilsins með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki.

Svartfjallaland trónir á toppi riðilsins með sex stig af sex mögulegum. Liðið lenti að vísu í tómu basli gegn Ísrael í vikunni og vann nauman eins marks sigur.

Tvö efstu liðin komast áfram á EM í Danmörku og ljóst að Þjóðverjar mega helst ekki við því að tapa öðrum leik í riðlinum. Liðið mætir Tékkum á heimavelli á sunnudag og tap í þeim leik gæti endanlega gert út um vonir Þýskalands.

Martin Heuberger er landsliðsþjálfari Þýskalands og naði ágætum árangri með liðið á HM á Spáni. Það er þó ljóst að starf hans myndi hanga á bláþræði ef Þýskaland myndi missa af EM á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×