Actavis og Watson Pharma hafa náð samkomulagi við lyfjaframleiðandann Shire um framleiðslu á samheitalyfi af lyfinu Intuniv sem notað er gegn ofvirkni og athyglisbrest.
Í frétt á Reuters um málið segir að samkomulagið feli í sér að Actavis getur sett samheitalyf sitt á markað í Bandaríkjunum frá og með 1. desember 2014. Frá þeim tíma mun Actavis hafa einkarétt á þessu samheitalyfi á markaðinum vestan hafs í 180 daga og mun borga Shire 25% af brúttóhagnaði af sölu þess á því tímabili í staðinn.
Watson Pharma mun síðan geta sett aðra útgáfu af samheitalyfinu á markað 181 degi eftir að Actavis hefur hafið sölu á sinni útgáfu.
