Handbolti

Brynja og Ramune söðla um

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Brynja Magnúsdóttir, leikstjórnandi HK, er á leið til Noregs og þá er landsliðskonan Ramune Pekarskyte að bætast í leikmannahóp Íslendingaliðsins SönderjyskE.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Brynja hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Flint-Tönsberg og flytur utan í sumar. Gunnar Pettersen, fyrrum þjálfari A-landsliðs karla í Noregi, er þjálfari liðsins.

Brynja hefur verið lykilmanneskja í liði HK undanfarin ár og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið.

Ramune mun endurnýja kynnin við Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfara sem mun taka við þjálfun SönderjyskE í sumar. Hún lék undir stjórn hans hjá Levanger í Noregi, þar sem hún er á mála nú.

Hún verður þriðji íslenski leikmaðurinn hjá liðinu því þær Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir munu báðar ganga til liðs við félagið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×