Handbolti

Útiliðin hafa unnið níu leiki í röð í úrslitakeppni kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Framkonur eru á heimavelli í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en það er kannski ekki eins gott og áður var haldið miðað við úrslitin í úrslitkeppni kvenna í ár.

Útiliðin hafa unnið fyrstu fjóra leiki úrslitaeinvígisins og gott betur því síðustu níu leikir úrslitakeppninnar hafa unnist á útivelli. Heimaliðin hafa bara unnið 7 af 21 leik í úrslitakeppninni þar af unnu heimaliðin fjóra fyrstu leikina í átta liða úrslitunum.

Fram tekur á móti Stjörnunni í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna en leikurinn fer fram í Framhúsinu í Safamýri, hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.

Framkonur hafa tapað þremur heimaleikjum í röð en unnu síðast heimasigur þegar þær lögðu ÍBV 25-24 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum.

Stjörnukonur voru síðasta liðið til að vinna á heimavelli (leikur 2 á móti Val í undanúrslitunum) en Stjörnuliðið hefur unnið fjóra síðustu útileiki sína, tvo á móti Val og tvo á móti Fram.

Síðustu 9 leikir í úrslitakeppni kvenna í handbolta:

- Undanúrslit -

Mið. 17.apr.2013 Fram - ÍBV     18-19     (7-8)

Mið. 17.apr.2013 Valur - Stjarnan     23-24     (12-15)

Lau. 20.apr.2013 Stjarnan - Valur     22-26     (9-11)

Lau. 20.apr.2013 ÍBV - Fram     17-21     (7-10)

Mán. 22.apr.2013 Valur - Stjarnan     19-20     (9-7)

- Lokaúrslit -

Fim. 25.apr.2013 Fram - Stjarnan     20-21     (11-10)

Sun. 28.apr.2013 Stjarnan - Fram     25-30     (12-16)

Mið. 1.maí.2013 Fram - Stjarnan     19-21     (8-13)

Fös. 3.maí.2013 Stjarnan - Fram     21-22     (9-11)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×