Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er á leiðinni burtu frá félaginu samkvæmt spænskum fjölmiðlum en Portúgalinn hefur ekki viljað gefa neitt upp um framtíð sína og ávallt svarað í hálfkveðnum vísum.
Mestar líkur eru taldar á því að Jose Mourinho snúi aftur til Chelsea og hann var enn á ný spurður út í framtíð sína á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid í spænsku deildinni um helgina.
„Þegar ég ákveð framtíð mína þá fá konan og börnin að vita fyrst hvert ég fer. Á eftir því mun ég tala við forsetann og framkvæmdastjórann," sagði Jose Mourinho. "Ég hef ekki ákveðið neitt ennþá. Samband mitt og stuðningsmannanna Real Madrid er fullkomið," sagði Mourinho.
Real Madrid datt út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni og hefur fyrir löngu tapað spænska meistaratitlinum til Barcelona.
Jose Mourinho áður "The Special one" en nú kallaður "The SemiSpecial one" í spænskum fjölmiðlum hefur lent í hverju stríðinu á fætur öðru síðan að hann tók við Real Madrid sumarið 2010. Liðið hefur unnið tvo stóra titla undir hans stjórn, vann deildina í fyrra og bikarinn fyrir tveimur árum.
Real Madrid fær eitt tækifæri enn til að vinna titil á þessu ári en liðið mætir nágrönnum sínum í Atletico Madrid í úrslitaleik spænska bikarsins.
Konan og börnin fá að vita þetta fyrst
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn

Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir
Íslenski boltinn





Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti

