ESB gefur Færeyingum mánaðarfrest í síldardeilunni 17. maí 2013 14:28 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að Færeyingar hefðu eins mánaðar frest til að svara ESB um hvort þeir ætluðu að endurskoða ákvörðun sína um stóraukinn kvóta úr síldarstofninum í Norður Atlantshafi. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að ef svar komi ekki innan þessa fresta munu refsiaðgerðir ESB á hendur Færeyingum taka gildi. Þær fela m.a. í sér bann á sölu á færeyskri síld og síldarafurðum innan ESB sem og löndunarbann á færeysk síldarskip í öllum höfnum sambandsins. Deila þessi hefur staðið frá því í desember í fyrra. Þá ákváðu Færeyingar að segja sig frá samningaviðræðum um síldaveiðar í Norður Atlantshafi. Auk þeirra og ESB áttu Íslendingar, Norðmenn og Rússar aðild að þessum viðræðum. Í framhaldinu ákváðu Færeyingar einhliða að auka síldarkvóta sinn um 145% frá þeim kvóta sem þeir höfðu fengið árið áður. Hinar þjóðirnar, og ESB, höfðu áður ákveðið að skera síldarkvótann niður um 26% en það var talið nauðsynlegt til þess að viðhalda stofninum í þeirri stærð sem hann er núna. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að Færeyingar hefðu eins mánaðar frest til að svara ESB um hvort þeir ætluðu að endurskoða ákvörðun sína um stóraukinn kvóta úr síldarstofninum í Norður Atlantshafi. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að ef svar komi ekki innan þessa fresta munu refsiaðgerðir ESB á hendur Færeyingum taka gildi. Þær fela m.a. í sér bann á sölu á færeyskri síld og síldarafurðum innan ESB sem og löndunarbann á færeysk síldarskip í öllum höfnum sambandsins. Deila þessi hefur staðið frá því í desember í fyrra. Þá ákváðu Færeyingar að segja sig frá samningaviðræðum um síldaveiðar í Norður Atlantshafi. Auk þeirra og ESB áttu Íslendingar, Norðmenn og Rússar aðild að þessum viðræðum. Í framhaldinu ákváðu Færeyingar einhliða að auka síldarkvóta sinn um 145% frá þeim kvóta sem þeir höfðu fengið árið áður. Hinar þjóðirnar, og ESB, höfðu áður ákveðið að skera síldarkvótann niður um 26% en það var talið nauðsynlegt til þess að viðhalda stofninum í þeirri stærð sem hann er núna.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira