Fjölmenningin blómstrar á Íslandi Mikael Torfason skrifar 12. maí 2013 10:56 Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. "Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. "Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér," sagði borgarstjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlutfall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaupmannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglufulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum innflytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. "Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. "Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér," sagði borgarstjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlutfall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaupmannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglufulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum innflytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun