Körfubolti

Hrun í lokin gegn Lúxemborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/KKÍ

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik beið lægri hlut 88-61 gegn heimamönnum í Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum í kvöld.

ÍSlendingar áttu í fullu tré við heimamenn í fyrri hálfleiknum. Þeir leiddu stærstan hluta hans en staðan í hálfleik var 36-35 heimamönnum í vil.

Enn var leikurinn í járnum í þriðja leikhluta og að honum loknum var staðan 60-54 Lúxemborg í vil. Okkar menn skoruðu hins vegar aðeins sjö stig í lokafjórðungnum gegn 28 stigum heimamanna. Munurinn í leikslok var því 27 stig og stórt tap staðreynd.

Brynjar Þór Björnsson var sprækastur í íslenska liðinu með 18 stig auk þess að taka fimm fráköst. Jóhann Árni Ólafsson skoraði tólf stig og Ragnar Nathanaelsson tók sjö fráköst.

Leikmenn Íslands hlýða á Pétur þjálfara í leiknum í kvöld.Mynd/KKÍ

„Við byrjuðum af krafti og hittum mjög vel. Við náðum samt ekki að nýta okkur það nógu vel í vörninni. Við vorum vel inni í leiknum í byrjun seinni hálfleik en við þreyttum okkur svo sjálfir með því að gera erfiða hluti," sagði Axel Kárason fyrirliði Íslands.

„Lúxemborg gekk á lagið og því miður fjaraði leikurinn bara út ef segja má svo. Við létum ýmsa hluti fara í taugarnar á okkur í fjórða leikhluta og munurinn var óþarflega mikill."


Tengdar fréttir

Ægir frábær í slátrun á San Marínó

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta fór létt með kollega sína frá San Marínó 94-53 í fyrsta leik sínum á Smáþjóðaleiknum í Lúxemborg.

Magnús bætti metið hans Herberts

Magnús Þór Gunnarsson skoraði fimm þriggja stiga körfur í 41 stigs sigri Íslands á San Marínó í gær, 94-53, en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Hann bætti með þessu met Herbert Arnarsonar og er orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur á Smáþjóðaleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×