Eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag orðinn 87 ára gamall 28. maí 2013 07:23 Ingvar Kamprad stofnandi og eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag þótt hann sé orðinn 87 ára gamall. Kamprad segir í viðtali við Aftonbladet að hann muni vinna á meðan hann geti staðið uppréttur. Jafnframt að það sé nauðsynlegt að byrja daginn snemma, annars komi maður engu í verk. Kamprad hefur forðast sviðsljósið á undanförnum árum eða eftir að hann flutti lögheimili sitt til Sviss. Hann reynir þó að eyða eins miklum tíma og hann getur í Svíþjóð, einkum yfir sumartímann. Í viðtalinu kemur fram að Kamprad ferðast mikið um heiminn í viðskiptaerindum. Viðtalið fór hinsvegar fram í þorpinu Agunnaryd í Smálöndunum þar sem Kamprad er fæddur. Daginn sem viðtalið var tekið átti Kamprad að vera á fundi í Zurich en vildi heldur vera viðstaddur opnun nýrrar þjónustu- og verslunarmiðstöðvar í grennd við fæðingarþorp sitt. Hann taldi sig hugsanlega geta nýtt sér opnunartilboðin þar. Sem kunnugt er af fréttum er Kamprad í hópi auðugustu manna heimsins. Hann var í fimmta sæti á milljarðamæringalista Bloomberg í fyrra. Auðæfi hans voru þá metin á yfir 46 milljarða dollara. Þessi upphæð samsvarar ríflega þrefaldri landsframleiðslu Íslands. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ingvar Kamprad stofnandi og eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag þótt hann sé orðinn 87 ára gamall. Kamprad segir í viðtali við Aftonbladet að hann muni vinna á meðan hann geti staðið uppréttur. Jafnframt að það sé nauðsynlegt að byrja daginn snemma, annars komi maður engu í verk. Kamprad hefur forðast sviðsljósið á undanförnum árum eða eftir að hann flutti lögheimili sitt til Sviss. Hann reynir þó að eyða eins miklum tíma og hann getur í Svíþjóð, einkum yfir sumartímann. Í viðtalinu kemur fram að Kamprad ferðast mikið um heiminn í viðskiptaerindum. Viðtalið fór hinsvegar fram í þorpinu Agunnaryd í Smálöndunum þar sem Kamprad er fæddur. Daginn sem viðtalið var tekið átti Kamprad að vera á fundi í Zurich en vildi heldur vera viðstaddur opnun nýrrar þjónustu- og verslunarmiðstöðvar í grennd við fæðingarþorp sitt. Hann taldi sig hugsanlega geta nýtt sér opnunartilboðin þar. Sem kunnugt er af fréttum er Kamprad í hópi auðugustu manna heimsins. Hann var í fimmta sæti á milljarðamæringalista Bloomberg í fyrra. Auðæfi hans voru þá metin á yfir 46 milljarða dollara. Þessi upphæð samsvarar ríflega þrefaldri landsframleiðslu Íslands.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira