Dómsdags fjárfestar veðja á stórt markaðshrun 24. maí 2013 14:22 Hlutabréf hafa hækkað svo mikið í verði það sem af er þessu ári að fjárfestar eru í auknum mæli farnir að veðja á að markaðurinn hrynji og það í stórum stíl. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney. Þar er m.a. fjallað um Universa Investments sem eyðir hundruðum milljóna dollara á hverju ári í að kaupa hruntryggingar. Fjárfestar hafa flykkst til Universa á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mark Spitznagel forstjóri Universa segir að fólk sé farið að átta sig á því að hreyfingar á markaðinum séu ónáttúrulegar og villandi. Hann telur að hrun sé framundan en í augnablikinu sé ódýrt að kaupa hruntryggingar því það séu ekki margir sem eru á þessari skoðun. Hruntryggingar Universa eru í formi afleiða sem gefa af sér gríðarlegan hagnað ef markaðurinn hrynur um 20% eða meira. Nassim Taleb einn af ráðgjöfum Universa, og fyrrum afleiðusali, kallar þessar hruntryggingar eða vogunarstöður „svarta svaninn“. Svartur svanur komi upp þegar atburðir gerast eins og fjármálahrunið 2008 og kjarnorkuslysið í Japan 2011. Spitznagel er viss um að 20% markaðshrun muni gerst á næsta hálfa til heila árinu. Hann segir að hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Japan í vikunni sé forsmekkurinn að því sem koma skal. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf hafa hækkað svo mikið í verði það sem af er þessu ári að fjárfestar eru í auknum mæli farnir að veðja á að markaðurinn hrynji og það í stórum stíl. Fjallað er um málið á vefsíðu CNNMoney. Þar er m.a. fjallað um Universa Investments sem eyðir hundruðum milljóna dollara á hverju ári í að kaupa hruntryggingar. Fjárfestar hafa flykkst til Universa á fyrsta ársfjórðungi ársins. Mark Spitznagel forstjóri Universa segir að fólk sé farið að átta sig á því að hreyfingar á markaðinum séu ónáttúrulegar og villandi. Hann telur að hrun sé framundan en í augnablikinu sé ódýrt að kaupa hruntryggingar því það séu ekki margir sem eru á þessari skoðun. Hruntryggingar Universa eru í formi afleiða sem gefa af sér gríðarlegan hagnað ef markaðurinn hrynur um 20% eða meira. Nassim Taleb einn af ráðgjöfum Universa, og fyrrum afleiðusali, kallar þessar hruntryggingar eða vogunarstöður „svarta svaninn“. Svartur svanur komi upp þegar atburðir gerast eins og fjármálahrunið 2008 og kjarnorkuslysið í Japan 2011. Spitznagel er viss um að 20% markaðshrun muni gerst á næsta hálfa til heila árinu. Hann segir að hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Japan í vikunni sé forsmekkurinn að því sem koma skal.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira