Hrun varð á hlutabréfamörkuðum í Japan í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó féll um yfir 7%.
Vegna hrunsins voru viðskipti með framvirka samninga stöðvuð í kauphöllinni í Osaka um tíma. Slíkt hefur ekki gerst síðan fyrir rúmum tveimur árum þegar öflugur jarðskjálfti og flóðbylgja í kjölfarið ollu gífurlegu mannfalli og eignatjóni og eyðilögðu m.a. kjarnorkuverið í Fukushima.
Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að hrunið í nótt hafi komið í kjölfar upplýsingum um töluverðan samdrátt í iðnaðarframleiðslu Kína.
Hlutabréfamarkaðurinn í Japan hefur verið á mikilli siglingu frá áramótum og hafði Nikkei vísitalan hækkað um 45% á þeim tíma þar til í nótt.

