Kaupa Tumblr á 1,1 milljarð Bandaríkjadala 20. maí 2013 10:15 Tumblr er vinsælasta bloggkerfi veraldar. Það er óhætt að segja að Yahoo! megi muna sinn fífil fegurri. Á árdögum veraldarvefsins var þetta bandaríska hugbúnaðar- tæknifyrirtæki gríðarlega áberandi og ein vinsælasta vefsíða veraldar. Þegar Google fór að ryðja sér til rúms í netheimum í kringum aldarmótin upphófst mikið leitarvéla-stríð milli fyrirtækjanna. Google fór þar með sigur. Síðan þá hefur Yahoo! barist í bökkum og einblínt á að efla fréttaveitu sína sem er enn í dag gríðarlega vinsæl. Marissa Mayer tók við stjórnartaumunum í Yahoo! á síðasta ári. Hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google og hefur á undanförnum mánuðum staðið fyrir kaupum og yfirtökum á mörgum ungum og forvitnilegum nýsköpunarfyrirtækjum. Þar á meðal eru kaup Yahoo! á sprotafyrirtækinu Summly fyrr á þessu ári. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins, 21 árs gamall forritari að nafni Nick D'Aloisio. Yahoo! greiddi 30 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlut hans í Summly. Þessar tölur fölna þó í samanburði við yfirvofandi kaup Yahoo! á samskiptamiðlinum Tumblr. Kaupverðið nemur rúmlega milljarði Bandaríkjadala, jafnvirðir 125 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri og stofnandi Tumblr, sem stofnað var árið 2007, er hinn 26 ára gamli Davip Karp. Hann stofnaði Tumblr þegar hann bjó heima hjá mömmu sinni í lítilli íbúð í New York. Í dag er Tumblr vinsælasta bloggkerfi veraldar en fyrirtækið hýsir rúmlega milljón blogg og frá stofnun hafa notendur, ýmist undir nafni eða í krafti nafnleyndar, birt um fimmtíu milljarða bloggfærslna. Hvað varðar tekjuöflun er ljóst að Yahoo! einblínir á auglýsingar. Rétt eins og Facebook hefur Tumblr þó átt í erfiðleikum með að virkja þessa tekjulind. Sjálfur hefur Davip Karp lýst yfir frati á tilraunir Facebook og Google að birta auglýsingar samhliða efni sem notendur birta og skoða. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það er óhætt að segja að Yahoo! megi muna sinn fífil fegurri. Á árdögum veraldarvefsins var þetta bandaríska hugbúnaðar- tæknifyrirtæki gríðarlega áberandi og ein vinsælasta vefsíða veraldar. Þegar Google fór að ryðja sér til rúms í netheimum í kringum aldarmótin upphófst mikið leitarvéla-stríð milli fyrirtækjanna. Google fór þar með sigur. Síðan þá hefur Yahoo! barist í bökkum og einblínt á að efla fréttaveitu sína sem er enn í dag gríðarlega vinsæl. Marissa Mayer tók við stjórnartaumunum í Yahoo! á síðasta ári. Hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google og hefur á undanförnum mánuðum staðið fyrir kaupum og yfirtökum á mörgum ungum og forvitnilegum nýsköpunarfyrirtækjum. Þar á meðal eru kaup Yahoo! á sprotafyrirtækinu Summly fyrr á þessu ári. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins, 21 árs gamall forritari að nafni Nick D'Aloisio. Yahoo! greiddi 30 milljónir Bandaríkjadala fyrir hlut hans í Summly. Þessar tölur fölna þó í samanburði við yfirvofandi kaup Yahoo! á samskiptamiðlinum Tumblr. Kaupverðið nemur rúmlega milljarði Bandaríkjadala, jafnvirðir 125 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri og stofnandi Tumblr, sem stofnað var árið 2007, er hinn 26 ára gamli Davip Karp. Hann stofnaði Tumblr þegar hann bjó heima hjá mömmu sinni í lítilli íbúð í New York. Í dag er Tumblr vinsælasta bloggkerfi veraldar en fyrirtækið hýsir rúmlega milljón blogg og frá stofnun hafa notendur, ýmist undir nafni eða í krafti nafnleyndar, birt um fimmtíu milljarða bloggfærslna. Hvað varðar tekjuöflun er ljóst að Yahoo! einblínir á auglýsingar. Rétt eins og Facebook hefur Tumblr þó átt í erfiðleikum með að virkja þessa tekjulind. Sjálfur hefur Davip Karp lýst yfir frati á tilraunir Facebook og Google að birta auglýsingar samhliða efni sem notendur birta og skoða.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira