Eminem höfðar mál gegn Facebook 30. maí 2013 11:17 Útgáfufélag tónlistarmannsins Eminem hefur höfðað mál gegn Facebook. Félagið segir að Facebook hafi notað laglínur úr laginu Under the influence í auglýsingu á ólöglegan hátt og án leyfis frá Eminem. Fjallað er um málið í Detroit Free Press. Þar segir að 30 sekúndna auglýsing um Facebook hafi verið sett á netið í byrjun apríl s.l. Margir tóku þá strax eftir því hve tónlistin í auglýsingunni er lík laginu Under the influence. Eftir að það komst í hámæli var skipt um tónlist í auglýsingunni. Í þingfestingu málsins í dómi í Detroit í upphafi vikunnar kom m.a. fram að auglýsingastofan sem gerði fyrrgreinda auglýsingu hafi tekið vel tillit til tónlistarsmekks Mark Zuckerbergs stofnanda Facebook. Vitað er að Zuckerberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Eminem. Þannig kallaði hann sig „Slim Shady“ á fyrstu netsíðum sínum árið 1999 en Slim Shady er hliðarsjálf Eminem. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Útgáfufélag tónlistarmannsins Eminem hefur höfðað mál gegn Facebook. Félagið segir að Facebook hafi notað laglínur úr laginu Under the influence í auglýsingu á ólöglegan hátt og án leyfis frá Eminem. Fjallað er um málið í Detroit Free Press. Þar segir að 30 sekúndna auglýsing um Facebook hafi verið sett á netið í byrjun apríl s.l. Margir tóku þá strax eftir því hve tónlistin í auglýsingunni er lík laginu Under the influence. Eftir að það komst í hámæli var skipt um tónlist í auglýsingunni. Í þingfestingu málsins í dómi í Detroit í upphafi vikunnar kom m.a. fram að auglýsingastofan sem gerði fyrrgreinda auglýsingu hafi tekið vel tillit til tónlistarsmekks Mark Zuckerbergs stofnanda Facebook. Vitað er að Zuckerberg hefur lengi verið mikill aðdáandi Eminem. Þannig kallaði hann sig „Slim Shady“ á fyrstu netsíðum sínum árið 1999 en Slim Shady er hliðarsjálf Eminem.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira