Körfubolti

Malone tekur við þjálfarastarfi hjá Utah

Karl Malone.
Karl Malone.

Stuðningsmenn Utah Jazz glöddust þegar félagið tilkynnti að einn besti leikmaður í sögu félagsins, Karl Malone, hefði samþykkt að taka við þjálfarastöðu hjá félaginu.

Malone verður þó aðeins í hlutastarfi en hann fær það verkefni að skóla til stóru strákana hjá Utah.

"Miðað við hæfileikana og ferilinn þá getur Malone kennt strákunum ýmislegt," sagði Greg Miller, stjórnarformaður Jazz.

Hinn 49 ára gamli Malone lék í 18 ár með Utah á sínum tíma og var tvisvar valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann var þess utan 14 sinnum valinn í Stjörnuliðið.

Malone er næststigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar en hann skoraði 25 stig að meðaltali í leik og tók einnig rúmlega 10 fráköst í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×