Körfubolti

Real Madrid þarf að skrika fótur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. MYND/RAMÓN CORTÉS WWW.CAISTAS.NET

José Abós, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar og félaga CAI Zaragoza, segir að Real Madrid megi ekki spila af fullri getu ætli lið sitt að eiga möguleika í þriðja leik liðanna í Zaragoza í kvöld.

Real Madrid leiðir 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna en fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Madríd. Jafnfræði var með liðunum í fyrsta leiknum en Madríd hafði töluverða yfirburði í öðrum leiknum.

„Það er alltaf erfitt að mtæa Real Madrid enda eru þeir frábært lið. við þurfum tvennt. Að spila vel og að þeir nái ekki að spila vel. Þegar þeir spila af 100 prósent getu er það mjög erfitt," segir Abós. Hann bendir á að stórstjarnan manni hverja stöðu hjá andstæðingnum og þeir hafi miklu meiri peninga á milli handanna.

Tap í kvöld myndi þýða að Zaragoza-liðið væri úr leik. Liðið hefur þó komist lengra en nokkru sinni fyrr og þakkar hann það frábærri liðsheild.

„Við höfum átt gott ár enda er hópurinn frábær. Við höfum spilað vel sem lið, látið boltann fljóta vel og unnið vel saman í vörninni. Við höfum bætt okkar leik á útivöllum en það mikilvægasta er hvernig við stöndum saman í klefanum og úti á velli."

Viðtal Skúla Sigurðssonar á Karfan.is má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Erum að spila gegn ómennskum leikmönnum

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CAI Zaragoza, verður í eldlínunni gegn Real Madrid í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á morgun en Real Madrid vann fyrstu tvo leikina og leiðir því einvígið 2-0. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitaeinvígið.

Vinir fyrir lífstíð í Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza mæta stórliði Real Madrid í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum efstu deildar spænska körfuboltans í kvöld. Jón Arnór og félagar ætla að njóta augnabliksins.

Stórt tap og Jón Arnór stigalaus

CAI Zaragoza fékk slæman skell í öðrum leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×