Körfubolti

Wade mætti og Miami fór í úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wade fagnar í Miami í nótt.
Wade fagnar í Miami í nótt. Nordicphotos/Getty

Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA-körfuboltans þriðja árið í röð með 99-76 sigri á Indiana Pacers í sjöunda leik liðanna.

Miami mætir San Antonio í úrslitum en fyrsti leikur liðanna verður í Miami á fimmtudagskvöld.

Eftir sigur Indiana á Miami í sjötta leik liðanna vöknuðu alvarlegar spurningar um formið á Dwyane Wade og Chris Bosh. Hinir sömu mættu til leiks þegar á þurfti að halda í nótt auk þess sem LeBron James átti enn einn stórleikinn með 32 stig.

„Að komast í úrslitin þrjú ár í röð er stórkostlegt afrek. Þetta eru tvö bestu liðin sem mætast í úrslitum," sagði Wade í viðtali eftir leikinn.

Wade tókst loksins að brjóta 20 siga múrinn með 21 stigi. Bakverðinum hafði ekki tekist að skora yfir 20 stig í tólf leikjum í röð.

Indiana saknaði Paul George í sjöunda leiknum. George hefur farið á kostum í einvíginu, var til að mynda stórkostlegur í sjötta leiknum í Indiana, en skoraði aðeins sjö stig í nótt.

Svipmyndir úr leiknum má sjá að neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×