IATA spáir 67% aukningu á hagnaði flugfélaga í ár 3. júní 2013 13:07 Alþjóðaflugumferðarstofnunin IATA spáir því að hagnaður flugfélaga heimsins muni aukast um 20% umfram það sem stofnunin spáði fyrir aðeins þremur mánuðum. Gangi spáin eftir mun hagnaðurinn aukast um 67% frá fyrra ári. Þannig reiknar IATA með að hreinn hagnaður félaganna verði 12,7 milljarðar dollara eða um 1.600 milljörðum kr. í ár. Fyrri spá IATA sem sett var fram í mars s.l. gerði ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 10,6 milljarðar dollara. Gangi hin uppfærða spá eftir mun hagnaðurinn verða 67% meiri en í fyrra sem fyrr segir. Bloomberg fréttaveitan fjallar um málið en þar kemur fram að hin uppfærða spá byggir á mun betri sætanýtingu flugfélagana en fyrri spá. Nýtingin er tilkomin vegna samdráttar á sætaframboðinu. Flugfélög heimsins munu flytja samtals 3 milljarða farþega í ár og er þetta í fyrsta skipti sem farþegafjöldinn nær þeirri tölu. Mesti hagnaðurinn verður hjá flugfélögum í Asíu og Norður Ameríku eða vel yfir 4 milljarða dollara í hvorri heimsálfu um sig. Evrópa kemur í þriðja sæti en þar er reiknað með að hreinn hagnaður flugfélaga nemi 1,6 milljörðum dollara eða um 200 milljörðum kr. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðaflugumferðarstofnunin IATA spáir því að hagnaður flugfélaga heimsins muni aukast um 20% umfram það sem stofnunin spáði fyrir aðeins þremur mánuðum. Gangi spáin eftir mun hagnaðurinn aukast um 67% frá fyrra ári. Þannig reiknar IATA með að hreinn hagnaður félaganna verði 12,7 milljarðar dollara eða um 1.600 milljörðum kr. í ár. Fyrri spá IATA sem sett var fram í mars s.l. gerði ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 10,6 milljarðar dollara. Gangi hin uppfærða spá eftir mun hagnaðurinn verða 67% meiri en í fyrra sem fyrr segir. Bloomberg fréttaveitan fjallar um málið en þar kemur fram að hin uppfærða spá byggir á mun betri sætanýtingu flugfélagana en fyrri spá. Nýtingin er tilkomin vegna samdráttar á sætaframboðinu. Flugfélög heimsins munu flytja samtals 3 milljarða farþega í ár og er þetta í fyrsta skipti sem farþegafjöldinn nær þeirri tölu. Mesti hagnaðurinn verður hjá flugfélögum í Asíu og Norður Ameríku eða vel yfir 4 milljarða dollara í hvorri heimsálfu um sig. Evrópa kemur í þriðja sæti en þar er reiknað með að hreinn hagnaður flugfélaga nemi 1,6 milljörðum dollara eða um 200 milljörðum kr.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira