Vinnur nær örugga sýklavörn úr skrápum hákarla 3. júní 2013 07:34 Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sprotafyrirtæki í Flórída hefur tekist að búa til nær örugga sýklavörn úr efni sem unnið er úr skrápum hákarla. Sprotafyrirtækið notar efnið til að búa til örþunna slikju, sem er aðeins 1/10 úr hársbreidd, og sett er á hluti eins og lækningatæki á skurðstofum eða lyklaborð á tölvum svo dæmi séu tekin. Slikjan drepur á bilinu 90% til 99,5% af öllum þekktum sýklum sem setjast á hana, en hlutfallið fer eftir tegundum þeirra. Fyrirtækið, Sharklet Technologies, var stofnað árið 2007 og setti þessa vöru sína á markað í fyrra. Árssalan nam strax um einni milljón dollara eða 120 milljónum króna en búist er við að hún aukist verulega í ár og næstu ár að því er segir í frétt á CNNMoney. Upphaf þessa sprotafyrirtækis má rekja til ársins 2000 þegar bandaríski flotinn bað háskólann í Flórída að finna náttúrulega vörn við hrúðurkörlum á skrokkum skipa flotans. Prófessorinn Anthony Brennan sem fékk verkefnið tók eftir í rannsóknum sínum að hrúðurkarlar eru algengir á húð hvala en óþekktir á skrápum hákarla. Við nánari greiningu kom í ljós að skrápurinn drepur ekki bara hrúðurkarla og þörunga heldur nær alla sýkla sem reyna að komast í gegnum hann. Háskólinn í Flórída vildi að Brennan setti á fót fyrirtæki sem nýtti þessar rannsóknir hans til hagsbóta fyrir skólann en það vildi Brennan ekki. Sagðist fremur vilja vinna áfram sem fræðimaður en standa í viðskiptum. Brennan fékk síðan gamlan vin sinn til að stofna fyrrgreint sprotafyrirtæki.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira