Vilja þvinga Svía til að nota orðið laks en ekki lax 13. júní 2013 14:32 Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi. Fjallað er um málið í Aftonbladet og þar er haft eftir Line Kjeldstrup, talsmanni norska sjávarafurðaráðsins að þetta sé leið til að sýna hvaðan laxinn komi. Kannanir hafa sýnt að þrír af hverjum fjórum Svíum vilji vita um uppruna þess lax sem þeir borða. Kjeldstrup segir að með því að nota orðið laks sé komin einföld lausn á þeim óskum, a.m.k. hvað norska laxinn varðar. Kjeldstrup neitar því alfarið að þessi krafa sé eingöngu tilkomin til að vekja athygli á norskum eldislaxi og ítrekar að mikilvægt sé að vita hvaðan laxinn sé kominn. Hún bendir á að þorskur úr Barentshafi sé kallaður „skrei“ um alla Evrópu. Sænska málfarsnefndin er ekki ýkja hrifinn af þessari kröfu Norðmanna og mun ekki fara eftir henni. Erika Lyly málfarsráðunautur nefndarinnar segir að laks líti ekki vel út sem skrifað orð í sænsku. Það sem skrifað er á sænsku eigi að vera upplýsandi fyrir Svía. „Ég get ekki hugsað mér annað en að hafa stafinn x í þessu orði,“ segir Lyly. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi. Fjallað er um málið í Aftonbladet og þar er haft eftir Line Kjeldstrup, talsmanni norska sjávarafurðaráðsins að þetta sé leið til að sýna hvaðan laxinn komi. Kannanir hafa sýnt að þrír af hverjum fjórum Svíum vilji vita um uppruna þess lax sem þeir borða. Kjeldstrup segir að með því að nota orðið laks sé komin einföld lausn á þeim óskum, a.m.k. hvað norska laxinn varðar. Kjeldstrup neitar því alfarið að þessi krafa sé eingöngu tilkomin til að vekja athygli á norskum eldislaxi og ítrekar að mikilvægt sé að vita hvaðan laxinn sé kominn. Hún bendir á að þorskur úr Barentshafi sé kallaður „skrei“ um alla Evrópu. Sænska málfarsnefndin er ekki ýkja hrifinn af þessari kröfu Norðmanna og mun ekki fara eftir henni. Erika Lyly málfarsráðunautur nefndarinnar segir að laks líti ekki vel út sem skrifað orð í sænsku. Það sem skrifað er á sænsku eigi að vera upplýsandi fyrir Svía. „Ég get ekki hugsað mér annað en að hafa stafinn x í þessu orði,“ segir Lyly.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira