Viðskiptajöfnuður Japans tvöfaldast milli ára 10. júní 2013 11:25 Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptajöfnuðurinn hafi numið 750 milljörðum jena, eða um 930 milljörðum kr. Þetta er aukning um 100,8% og mun meira en spáð hafði verið. Það er einkum veiking á gengi jensins sem veldur þessum árangri. Samhliða því að upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn voru birtar í nótt voru einnig birtar upplýsingar um að hagvöxturinn í Japan mældist 4,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er einnig verulega umfram væntingar sérfræðingar sem spáð höfðu 3,5% hagvexti. Efnahagsstefna Shinzo Abe hefur gengið út á að örva efnahagslíf landsins með m.a. gífurlegri seðlaprentun hjá Japansbanka. Hingað til hefur dæmið gengið upp því seðlaprentunin hefur veikt japanska jenið og þar með gert japanskar vörur samkeppnishæfari í verði á alþjóðamörkuðum. Stefnu Abe er ætlað að ná Japan upp úr þeirri stöðnun í efnahagslífi landsins sem ríkt hefur í næstum tvo áratugi. Hjá Reuters kemur fram að stefnan hafi hingað til leitt til þess að væntingavísitala japanskra neytenda hefur hækkað fimm mánuði í röð. Þá segir að bankar landsins hafi aukið útlán sín um 1,8% í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viðskiptajöfnuður Japans í apríl var tvöfaldur á við sama mánuð fyrir ári síðan. Þá eykst landsframleiðsla landsins á muni meiri hraða en áður var spáð og er það rós í hnappagat efnahagsstefnu Shinzo Abe forsætisráðherra landsins. Í frétt um málið á Reuters segir að viðskiptajöfnuðurinn hafi numið 750 milljörðum jena, eða um 930 milljörðum kr. Þetta er aukning um 100,8% og mun meira en spáð hafði verið. Það er einkum veiking á gengi jensins sem veldur þessum árangri. Samhliða því að upplýsingar um viðskiptajöfnuðinn voru birtar í nótt voru einnig birtar upplýsingar um að hagvöxturinn í Japan mældist 4,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er einnig verulega umfram væntingar sérfræðingar sem spáð höfðu 3,5% hagvexti. Efnahagsstefna Shinzo Abe hefur gengið út á að örva efnahagslíf landsins með m.a. gífurlegri seðlaprentun hjá Japansbanka. Hingað til hefur dæmið gengið upp því seðlaprentunin hefur veikt japanska jenið og þar með gert japanskar vörur samkeppnishæfari í verði á alþjóðamörkuðum. Stefnu Abe er ætlað að ná Japan upp úr þeirri stöðnun í efnahagslífi landsins sem ríkt hefur í næstum tvo áratugi. Hjá Reuters kemur fram að stefnan hafi hingað til leitt til þess að væntingavísitala japanskra neytenda hefur hækkað fimm mánuði í röð. Þá segir að bankar landsins hafi aukið útlán sín um 1,8% í maí samanborið við sama mánuð í fyrra.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira